Flutningsbúnaður fyrir hópleitartæki

Raförninn hefur sérhannað lausn til flutnings á hópleitartæki fyrir brjóstamyndatöku, fyrir Krabbameinsfélag Íslands. Um heildarlausn er að ræða sem felur í sér uppsetningu á öllu sem fylgir skoðuninni: Röntgentæki, tölvum, hugbúnaði og búningsklefum.

  • Tækið er flutt í einangraðri kerru sem í er sérhannað kerfi sem viðheldur réttu hitastigi og gefur viðvörunarmerki ef hiti fer undir eða yfir fyrirfram skilgreind mörk. Einnig vaktar búnaðurinn hita og staðsetningu á kerrunni allan sólarhringinn, alla daga ársins.
  • Sérhannaður flutningsbúnaður er notaður til að keyra röntgentækið innan dyra sem utan. Við keyrslu má leggja tækið niður og reisa það svo upp fyrir notkun. Búnaðnum er stýrt af einum manni.
  • Á meðan hópleit stendur yfir eru hópleitargögnin send daglega til höfuðstöðva Krabbameinsfélagsins í gegnum örugga nettengingu. Myndirnar eru sendar með sérstaklega öryggistryggðum, færanlegum hörðum diskum og kerfið tengir myndirnar sjálfvirkt við sjúkraskrá sjúklings.
  • Lausnin hefur frá árinu 2008 þjónað yfir 30 hópleitarstöðvum um land allt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *