Leeds Test Objects

Eðlisfræðideildin við Háskólann í Leeds hefur lengi verið leiðandi í þróun á búnaði til myndgæðamælinga á röntgentækjum. Afraksturinn er öflugur prófunarbúnaður sem er kenndur við stofnunina og kallast „Leeds Test Objects“.

  • Búnaðurinn byggir á áratuga rannsóknum og mikilli þekkingu við að meta hvernig upplýsingar úr fyrirmynd (object) skila sér til myndlesanda.
  • Nýjustu prófunarlíkönin eru gerð fyrir stafrænan búnað.
  • Fyrirtækið býður mikið úrval líkana fyrir allar gerðir röntgentækja, en ekki tölvusneiðmyndatæki.
  • Sérstök líkön eru í boði fyrir reglubundnar prófanir notenda.
  • Leeds Test Objects býður einnig hugbúnað til sjálfvirkar úrvinnslu á myndum sem teknar eru af líkönunum.

Raförninn er umboðsaðili á Íslandi fyrir Leeds Test Objects (LTO).

 

TOR prófunarlíkön (phantom) fyrir almennt röntgen eru notuð við reglulegt gæðaeftirlit, sem hjá flestum viðskiptavinum Rafarnarins er framkvæmt af geislafræðingum / læknum á staðnum.

 

 

 

TOR FG-18 prófunarlíkön fyrir skyggningu eru einnig notuð hjá mörgum viðskiptavinum fyrirtækisins.

 

 

 

 

 

Leeds Test Objects býður upp á fjölbreyttan búnað til annarskonar mælinga, t.d. fyrir brjóstamyndatöku (mammography), fyrir gæðaeftirlit með tannröntgentækjum (dental) og til eftirlits með Digital Subtraction búnaði á skyggnitækjum.