QCC (Quality Control Center) er öflugur vefhugbúnaður til skráningar, mats og stjórnunar á gæðamælingum.
- QCC er hægt að laga að söfnun á ýmiskonar gæðabreytum sem safnað er yfir tíma.
- QCC getur tekið við gögnum frá öðrum forritum en þau er lika hægt að slá inn í kerfið.
- Öll mæligögn eru geymd í gagnagrunni á vefnum.
- Mæliniðurstöður er hægt að fá birtar í tölum og gröfum.
- Vefumhverfið býður upp á að fleiri en einn notandi hlaði upp gögnum og skoði niðurstöður fyrir eitt eða fleiri tæki.
- QCC er með stjórnborð fyrir gæðastjóra þar sem aðgangur er að lýsandi tölfræðiaðgerðum og gagnahreinsunarmöguleikum.
- Hægt er að gefa eftirlitsaðilum, t.d. Geislavörnum ríkisins, lesaðgang að gögnum og þannig sparast mikil vinna við skýrslugerð.