Mr. Limson

Mr. Limson er sýnaumsýslukerfi sem hefur verið hannað og þróað fyrir Center of Applied Genomics (CAG) sem er rannsóknarstofnun hjá barnaspítalanum í Philadelphia (CHOP).

  • Kerfið er svokallað LIMS kerfi (e. laboratory information management system) sem heldur utan um lífsferil lífsýna sem safnað er af CAG frá þeim punkti að sýnin eru tekin og þangað til búið er að nýta þau til rannsókna. Persónugreinanleg gögn eru dulkóðuð með lagskiptu dulkóðunarkerfi sem tryggir öryggi gagnanna.
  • LIMS kerfi eru notuð í umhverfi þar sem verið er að sýsla með sýni í hinum ýmsu tækjum. Til að styðja þá vinnuferla sem notaðir eru í slíku umhverfi hafa verið þróaðar tengingar við tæki af ýmsum stærðum og gerðum. Má þar nefna tæki allt frá strikamerkjaskönnum og sýnavogum yfir í frystigeymslur fyrir milljónir sýna þar sem þjarkar ráða ríkjum.