Raförninn hefur víðtæka reynslu af þróun hugbúnaðar fyrir myndgreiningardeildir og rannsóknarstofur.
Hér má finna dæmi um hugbúnað sem Raförninn hefur þróað eða hefur umboð fyrir.
Raförninn hefur víðtæka reynslu af þróun hugbúnaðar fyrir myndgreiningardeildir og rannsóknarstofur.
Hér má finna dæmi um hugbúnað sem Raförninn hefur þróað eða hefur umboð fyrir.
QCC (Quality Control Center) er öflugur vefhugbúnaður til skráningar, mats og stjórnunar á gæðamælingum. QCC er hægt að laga að söfnun á ýmiskonar gæðabreytum sem safnað er yfir tíma. QCC getur tekið við gögnum frá öðrum forritum en þau er lika hægt að slá inn í kerfið. Öll mæligögn eru geymd í gagnagrunni á vefnum. …
Catphan QA er vefdrifið gæðamælingakerfi fyrir TS tæki. Mælingarnar byggja á TS myndum af Catphan prófunarlíkaninu frá The Phantom Laboratory. Grunnhugmyndin að kerfinu er að notandi skanni prófunarlíkanið, hlaði myndunum upp á vefinn og fái birta vefskýrslu með niðurstöðum. Kerfið býður upp á helstu gæðamælingar fyrir TS tæki, s.s. sneiðþykkt upplausn einsleitni birtuskil (e. …
MRI Distortion QA er bjögunarmælingarkerfi fyrir fyrir segulómtæki. Mælingarnar byggja á segulómmyndum af Magpan prófunarlíkaninu, frá The Phantom Laboratory, sem er sérhannað til að meta rúmmálsbjögun. Grunnhugmyndin að kerfinu er að notandi skanni prófunarlíkanið, hlaði myndunum upp á vefinn og fái birta vefskýrslu með niðurstöðum. Helstu mælingar sem kerfið býður upp á eru Hámarksbjögun (x, …
Maintain PRO er vefdrifinn, alhliða verkbeiðna- og verkstjórnunarhugbúnaður sem er sérsniðinn að þörfum og kröfum nútíma tækniþjónustu. Helsta markmið Maintain PRO er að hámarka hraða og skilvirkni í samskiptum, um leið og gæði og áreiðanleiki þjónustu er í hámarki. Kerfið veitir milliliðalausan aðgang að þjónustu viðskiptavina og leggur grunninn að því að verkum tæknimanna sé …
Mr. Limson er sýnaumsýslukerfi sem hefur verið hannað og þróað fyrir Center of Applied Genomics (CAG) sem er rannsóknarstofnun hjá barnaspítalanum í Philadelphia (CHOP). Kerfið er svokallað LIMS kerfi (e. laboratory information management system) sem heldur utan um lífsferil lífsýna sem safnað er af CAG frá þeim punkti að sýnin eru tekin og þangað til …
Centrix Software býður upp á margverðlaunaðar samræmdar lausnir sem geta hagrætt þeim leiðum sem upplýsingatækniumhverfi nota til að dreifa forritum og efni, hvort sem dreifingarumhverfið er efnislegt umhverfi, sýndarumhverfi, vefumhverfi eða hýst. WorkSpace hugbúnaðurinn auðveldar kerfisstjórum að greina notkun á hugbúnaði og vélbúnaði hjá endanotendum, svo að eitt dæmi sé nefnt. Centrix WorkSpace hugbúnaðarlausnirnar eru …