Raförninn hefur boðið upp á samninga um tækniþjónustu frá 1986. Fyrsti aðili sem gerði slíkan samning við Raförninn var Krabbameinsfélag Íslands, vegna tækniþjónustu við brjóstaröntgengreiningu, og síðan hefur Raförninn gert samninga við fjölda aðila um tækniþjónustu.
Boðið er upp á mismunandi umfang þjónustunnar eftir þörfum viðskiptavina en lögð er áhersla á að bjóða þjónustu við allan tæknibúnað á myndgreiningardeildum en ekki stök tæki.
Næstum allir samningar Rafarnarins eru með ákvæðum um rekstraröryggi búnaðarins sem þjónað er. Ef rekstraröryggið næst ekki þá lækka þjónustugöld i samræmi við ákvæði í samningum.
Allri vinnu sem unnin er samkvæmt þjónustusamningum er stýrt með vefhugbúnaðinum Maintain PRO sem er sérhannaður hugbúnaður til að stýra tækniþjónustu. Með aðgangi að Maintain PRO hefur allt starfsfók viðskiptavina Rafarnarins með þjónustusamninga leyfi til að skrifa verkbeiðnir.
Geislavarnir ríkisins gera kröfur um reglubundnar prófanir á öllum búnaði sem notar jónandi geislun.
Raförninn gerir slíkar mælingar á búnaði sem þjónað er samkvæmt þjónustusamningum. Raförninn styður sjálfstæðar mælingar starfsmanna viðskiptavina sinna með því að lána tækjabúnað og veita ráðgjöf við mælingar.
Raförninn hefur þróað vefhugbúnaðinn Quality Control Center til að stýra reglubundum mælingum og skrá þær.