Úttektir og prófanir á búnaði

Raförninn býður prófanir á nánast öllum tæknibúnaði sem tengist myndgreiningu. Prófunaraðferðir hafa verið þróaðar á löngum tíma í samvinnu við Geislavarnir ríkisins og erlenda aðila, t.d. The IRIS inc, og The Phantom laboratory.

Móttökuprófanir

  • Móttökuprófanir eru gerðar áður en búnaður er tekinn í notkun og á fyrstu mánuðum eftir að notkun hefst. Nútímabúnaður er margbrotinn og fyrir utan grunnstarfsemi er mjög misjafnt hvaða möguleikar eru hagnýttir hjá hverjum notanda. Það er því mikilvægt að notendur séu með í ráðum varðandi úttektir þannig að bæði sé tekið á tæknilegum grunnatriðum en einnig þeim atriðum sem snúa sérstaklega að þætti notenda.

Stöðuprófanir

  • Eru svipaðar móttökuprófunum og eru gerðar til að kanna ástand búnaðar, ef upplýsingar um það liggja ekki fyrir.

Reglubundnar prófanir

  • Eru gerðar til að fylgjast með tæknilegu ástandi búnaðarins. Geislavarnir ríkisins gera kröfur um reglubundnar prófanir á öllum búnaði sem notar jónandi geislun. Raförninn gerir slíkar mælingar á búnaði sem þjónað er samkvæmt þjónustusamningum. Raförninn styður sjálfstæðar mælingar starfsmanna viðskiptavina sinna með því að lána tækjabúnað og veita ráðgjöf við mælingar.

Gæðahugbúnaður

  • Raförninn býður upp á vefhugbúnað (Quality Control Center) til að stýra reglubundum mælingum. Þetta er mikil framför fyrir gæðastjóra og aðra sem þurfa aðgang að gögnum. Flestar reglubundnar mælingar viðskiptavina Rafarnarins eru orðnar aðgengilegar og Geislavarnir ríkisins hafa þar aðgang að öllum gögnum um reglulegar prófanir. QCC kerfið er í stöðugri þróun.