Raförninn býður upp á tækniþjónustu fyrir viðskiptavini:
Tækniþjónusta
Þjónustuvakt 24/7
Raförninn heldur úti þjónustuvakt sem hægt er að kalla út hvenær sem er sólarhringsins. Þjónustuvaktin sinnir útkalli innan tveggja klukkustunda frá því að útkallið berst. Raförninn stefnir að því að klára útkallsverkefni innan fjögurra klukkustunda frá því að útkall berst. Hægt er að fá aðgang að þjónustuvaktinni með þjónustusamningi við Raförninn.
Viðhaldsþjónusta
Viðhaldsþjónusta er nauðsynleg fyrir langtímaheilsu alls búnaðar. Með reglulegu og fyrirbyggjandi viðhaldi er hægt að minnka stopptíma og lengja líftíma tækja verulega. Raförninn býður viðskiptavinum upp á viðhaldsþjónustu, bæði fyrirbyggjandi viðhald og bráðaþjónustu þegar búnaður bilar.
Úttektir og prófanir á búnaði
Raförninn býður prófanir á nánast öllum tæknibúnaði sem tengist myndgreiningu. Prófunaraðferðir hafa verið þróaðar á löngum tíma í samvinnu við Geislavarnir ríkisins og erlenda aðila, t.d. The IRIS inc, og The Phantom laboratory. Móttökuprófanir Móttökuprófanir eru gerðar áður en búnaður er tekinn í notkun og á fyrstu mánuðum eftir að notkun hefst. Nútímabúnaður er margbrotinn …