Innkaup á tæknibúnaði

Ráðgjafar Rafarnarins hafa meira en 25 ára reynslu af ráðgjöf við innkaup á öllum tæknibúnaði fyrir myndgreiningardeildir.

Raförninn hefur veitt ráðgjöf við flest stærstu innkaup á myndgreiningarbúnaði hérlendis sl. 30 ár og einnig komið að nokkrum verkefnum á þessu sviði erlendis.

 

Við bjóðum ráðgjöf við:

  • Þarfagreiningu
  • Gerð útboðs- eða verðkönnunargagna á ensku eða íslensku
  • Úrvinnslu tilboðsgagna
  • Ráðgjöf við samningagerð
  • Frágang samninga á ensku eða íslensku