Raförninn hefur frá upphafi veitt ráðgjöf varðandi skipulag myndgreiningardeilda og átt þátt í hönnun flestra breytinga og nýsköpunar myndgreingarhúsnæðis hérlendis, allt frá árinu 1985.
- Boðið er upp á hugmyndahönnun (conceptual design) starfsumhverfis. Sem flestir starfsmenn eru teknir með í þetta ferli. Þessi þáttur hefur styrkst verulega eftir að Verkís keypti fyrirtækið 2010.
- Eftir að útlínur verkefnis liggja fyrir eru haldnir hugarflugsfundir þar sem tillögur sem fram koma eru settar fram á hugkorti og flokkaðar eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Allir í vinnuteyminu hafa aðgang að hugkortunum í vefumhverfi.
Mikil áhersla er á að kryfja undirliggjandi ferli. - Við stærri breytingaverkefni hefur okkur gefist vel að halda ljósmyndasamkeppni, þar sem fókusinn er á það sem fólk vill losna við eða varðveita.
Myndirnar gefa hugmyndir um hvernig starfsfólkinu og umhverfinu semur, hverju þarf að breyta og hverju má ekki breyta.
Ef forðast á starfsmannakreppur vegna breytinga er mikilvægt að halda í jákvæða þætti úr fortíðinni á umbrotatímum. Mjög öflugt vefsetur á sviði heilbrigðishönnunar er Healthdesign.