Ráðgjöf

Raförninn hefur frá upphafi veitt ráðgjöf á ýmsum sviðum tengdum læknisfræðilegri myndgreiningu:

Húsnæðishönnun

Raförninn hefur frá upphafi veitt ráðgjöf varðandi skipulag myndgreiningardeilda og átt þátt í hönnun flestra breytinga og nýsköpunar myndgreingarhúsnæðis hérlendis, allt frá árinu 1985. Boðið er upp á hugmyndahönnun (conceptual design) starfsumhverfis. Sem flestir starfsmenn eru teknir með í þetta ferli. Þessi þáttur hefur styrkst verulega eftir að Verkís keypti fyrirtækið 2010. Eftir að útlínur …

Skoða síðu »

Innkaup á tæknibúnaði

Ráðgjafar Rafarnarins hafa meira en 25 ára reynslu af ráðgjöf við innkaup á öllum tæknibúnaði fyrir myndgreiningardeildir. Raförninn hefur veitt ráðgjöf við flest stærstu innkaup á myndgreiningarbúnaði hérlendis sl. 30 ár og einnig komið að nokkrum verkefnum á þessu sviði erlendis.   Við bjóðum ráðgjöf við: Þarfagreiningu Gerð útboðs- eða verðkönnunargagna á ensku eða íslensku …

Skoða síðu »