Raförninn hefur margra ára reynslu í þróun kerfa sem halda utan um lífsferil lífsýna.
Kjarni slíkra kerfa er hugbúnaður sem heldur utan um hreyfingar lífsýna á milli geymslurýma.
- Fyrir hvert sýni er haldið utan um hreyfingar þess á milli geymslurýma og breytingar á rúmmáli og styrkleika sýnis.
- Tengingar við önnur kerfi sem notuð eru til að vinna með sýni eru mikilvægar og þannig hefur Raförninn útbúið tengingar við strikamerkjalesara (1D og 2D), sýnavogir, frystigeymslur með þjörkum og hin ýmsu tæki sem vinna með sýnin sjálf.
- Einnig hafa verið þróuð kerfi til að safna sýnunum með ónettengdum fartölvum sem síðan flytja upplýsingar um sýnin í miðlæga geymslu þegar þær tengjast netkerfi.