Raförninn hefur margra ára reynslu í þróun gæðamælingakerfa fyrir myndgreiningartæki.
- Hugmyndin er að notandinn skannar prófunarlíkan og gæðamælingakerfið reiknar sjálfvirkt út upplýsingar um gæði tækisins út frá myndunum.
- Sum kerfin bjóða upp á að fleiri upplýsingar, til viðbótar við þær sem reiknaðar eru út frá myndunum, séu slegnar inn af notanda.
Kerfin sem Raförninn hefur hannað eru öll á vefnum.
- Kostir slíkra kerfa eru fyrst og fremst að allt gagnautanumhald verður auðveldara, margir notendur geta komið að sömu gögnum og vakta má mörg tæki í sama kerfi.