Raförninn hefur víðtæka reynslu af þróun hugbúnaðar fyrir myndgreiningardeildir og rannsóknastofur. Helstu flokkar hugbúnaðar eru:
Hugbúnaðarþróun
Sjálfvirk myndgreining
Sjálfvirk myndgreining gengur út á að draga út sjálfvirkt mælanlegar upplýsingar frá myndum. Dæmi um slíkar upplýsingar er stærð, rúmmál, lögun, skor fyrir ákveðna sjúkdómsgreiningu og hvers kyns mælingar á líkamsstarfsemi, s.s. blóðflæði, beinþéttni o.fl. Einnig fellur hvers kyns sjálfvirk flokkun út frá myndupplýsingum undir sjálfvirka myndgreiningu. Í mörgum tilfellum þarf að sníða slíkan hugbúnað …
Gæðamælingakerfi
Raförninn hefur margra ára reynslu í þróun gæðamælingakerfa fyrir myndgreiningartæki. Hugmyndin er að notandinn skannar prófunarlíkan og gæðamælingakerfið reiknar sjálfvirkt út upplýsingar um gæði tækisins út frá myndunum. Sum kerfin bjóða upp á að fleiri upplýsingar, til viðbótar við þær sem reiknaðar eru út frá myndunum, séu slegnar inn af notanda. Kerfin sem Raförninn hefur …
Sýnaumsýslukerfi
Raförninn hefur margra ára reynslu í þróun kerfa sem halda utan um lífsferil lífsýna. Kjarni slíkra kerfa er hugbúnaður sem heldur utan um hreyfingar lífsýna á milli geymslurýma. Fyrir hvert sýni er haldið utan um hreyfingar þess á milli geymslurýma og breytingar á rúmmáli og styrkleika sýnis. Tengingar við önnur kerfi sem notuð eru til …
Gagnagrunnsdrifin vefkerfi
Frá upphafi hugbúnaðarþróunar hjá fyrirtækinu hefur Raförninn lagt áherslu á að þróa sinn hugbúnað sem vefkerfi. Sérstaklega hefur þar verið um að ræða gagnagrunnsdrifin vefkerfi. Sem dæmi má nefna verkbeiðnakerfi, gæðamælingakerfi, myndgreiningarkerfi og sýnaumsýslukerfi.
Dulkóðunarkerfi
Raförninn hefur töluverða reynslu af þróun dulkóðunarkerfa sem notuð eru til að vernda mikilvægar upplýsingar. Kerfin hafa verið af hinum ýmsu flækjustigum allt frá mjög einföldum kerfum upp í lagskipt dulkóðunarkerfi þar sem mismunandi aðilar ráða yfir afkóðun á mismunandi lögum.