Gæðamælingar

Hluti af þjónustusamningi Rafarnarins við hvern viðskiptavin er áætlun um gæðamælingar alls tækjabúnaðar sem Raförninn sér um viðhald á.

  • Gæðaáætlun er nauðsynleg fyrir rekstrarleyfi myndgreiningarþjónustu og þarf samþykki Geislavarna ríkisins sem Raförninn sér um að fá staðfest.

Starfsmenn Rafarnarins, ásamt gæðafulltrúa myndgreiningarþjónustu viðskiptavinar, framkvæma eða láta framkvæma mælingar samkvæmt gæðaáætlun og þannig að lögum og reglugerðum um geislavarnir sé framfylgt.

  • Raförninn leggur til allan tækjabúnað til mælinganna.

Viðskiptavinur fær aðgang að veflægu gæðamælingakerfi sem Raförninn hefur hannað og þar eru niðurstöður gæðamælinga skráðar.

  • Kerfið gefur til kynna ef niðurstöður eru utan viðmiðunarmarka sem skilgreind hafa verið samkvæmt kröfum geislavarnayfirvalda og viðskiptavinar.
  • Gæðastjóri Rafarnarins fylgist einnig með skráningum, metur frávik og bregst við þeim.
  • Hægt er að gefa Geislavörnum ríkisins lesaðgang að kerfinu, sem sparar vinnu við skýrslugerð.