Innan Rafarnarins er mikil reynsla af gerð gæðahandbóka fyrir myndgreiningu og fyrirtækið þróar og rekur veflægu gæðahandbókina Gæðavísi sem myndgreiningarþjónustur geta keypt aðgang að.
- Gæðavísir skiptist í almennan hluta, með upplýsingum sem gagnast öllu myndgreiningarfólki, og lokaðan hluta þar sem viðskiptavinur getur fengið settar upp sínar vinnulýsingar sem þá eru eingöngu aðgengilegar hans starfsfólki.
Hægt er að kaupa viðbótarþjónustu sem er sjálfvirk uppfletting á vinnulýsingum, sem stýrt er frá bókanakerfi, þannig að rétt vinnulýsing birtist fyrir þá rannsókn sem sjúklingur er að fara í.