Gæðastjórnun

Innan Rafarnarins er mikil þekking og reynsla af gæðamælingum og skipulagningu gæðaeftirlits.

Meðal annars er boðið upp á veflægt gæðamælingakerfi og veflæga gæðahandbók sem hannað er og þróað hjá Raferninum, ásamt nauðsynlegum mælitækjum og aðstoð við framkvæmd gæðaeftirlits.

Gæðamælingar

Hluti af þjónustusamningi Rafarnarins við hvern viðskiptavin er áætlun um gæðamælingar alls tækjabúnaðar sem Raförninn sér um viðhald á. Gæðaáætlun er nauðsynleg fyrir rekstrarleyfi myndgreiningarþjónustu og þarf samþykki Geislavarna ríkisins sem Raförninn sér um að fá staðfest. Starfsmenn Rafarnarins, ásamt gæðafulltrúa myndgreiningarþjónustu viðskiptavinar, framkvæma eða láta framkvæma mælingar samkvæmt gæðaáætlun og þannig að lögum og …

Skoða síðu »

Gæðahandbók

Innan Rafarnarins er mikil reynsla af gerð gæðahandbóka fyrir myndgreiningu og fyrirtækið þróar og rekur veflægu gæðahandbókina Gæðavísi sem myndgreiningarþjónustur geta keypt aðgang að. Gæðavísir skiptist í almennan hluta, með upplýsingum sem gagnast öllu myndgreiningarfólki, og lokaðan hluta þar sem viðskiptavinur getur fengið settar upp sínar vinnulýsingar sem þá eru eingöngu aðgengilegar hans starfsfólki. Hægt …

Skoða síðu »