Þjónusta

Raförninn leggur áherslu á alhliða þjónustu við myndgreiningardeildir. Helstu þjónustusvið Rafarnarins eru:

Raförninn býður upp á þjónustusamninga um tækniþjónustu. Samningarnir eru mismunandi eftir umfangi þjónustunnar en lögð er áhersla á að bjóða heildarþjónustu við allan tæknibúnað á myndgreiningardeildum.

Gæðastjórnun

Innan Rafarnarins er mikil þekking og reynsla af gæðamælingum og skipulagningu gæðaeftirlits. Meðal annars er boðið upp á veflægt gæðamælingakerfi og veflæga gæðahandbók sem hannað er og þróað hjá Raferninum, ásamt nauðsynlegum mælitækjum og aðstoð við framkvæmd gæðaeftirlits.

Skoða síðu »

Hugbúnaðarþróun

Raförninn hefur víðtæka reynslu af þróun hugbúnaðar fyrir myndgreiningardeildir og rannsóknastofur. Helstu flokkar hugbúnaðar eru: Sjálfvirk myndgreining Gæðamælingakerfi Sýnaumsýslukerfi Gagnagrunnsdrifin vefkerfi Dulkóðunarkerfi

Skoða síðu »

Ráðgjöf

Raförninn hefur frá upphafi veitt ráðgjöf á ýmsum sviðum tengdum læknisfræðilegri myndgreiningu: Húsnæðishönnun Innkaup á tæknibúnaði

Skoða síðu »

Tækniþjónusta

Raförninn býður upp á tækniþjónustu fyrir viðskiptavini: Þjónustuvakt 24/7 Viðhaldsþjónusta Úttektir og prófanir á búnaði

Skoða síðu »

Þjónustusamningar

Raförninn hefur boðið upp á samninga um tækniþjónustu frá 1986. Fyrsti aðili sem gerði slíkan samning við Raförninn var Krabbameinsfélag Íslands, vegna tækniþjónustu við brjóstaröntgengreiningu, og síðan hefur Raförninn gert samninga við fjölda aðila um tækniþjónustu. Boðið er upp á mismunandi umfang þjónustunnar eftir þörfum viðskiptavina en lögð er áhersla á að bjóða þjónustu við …

Skoða síðu »