Þóra Sif Guðmundsdóttir útskrifaðist vorið 2012, með diplómapróf frá námsbraut í geislafræði við Háskóla Íslands. Lokaverkefni hennar snerist um mat á geislaskömmtum í áhættulíffærum, endaþarmi og þvagblöðru við innri geislameðferð gegn leghálskrabbameini.
Diplómaritgerð Þóru Sifjar er aðgengileg á skemman.is og má þar sjá áhugaverðar og gagnlegar niðurstöður úr vel unninni rannsókn.