Á meðal geislafræðinga sem útskrifuðust með diplómapróf vorið 2012 var Sóley Ákadóttir. Lokaverkefni hennar var rannsókn á hvaða upplýsingar sjúklinga skorti um myndgreiningarrannsóknir og var það hugsað sem undirbúningur fyrir gerð fræðslubæklings. Þarna er á ferðinni áhugavert innlegg í umræðu um aukin gæði í heilbrigðisþjónustu, sem svarar spurningum en vekur um leið fleiri.
Diplómaritgerð Sóleyjar er aðgengileg á skemman.is og full ástæða er fyrir myndgreiningarfólk að lesa hana af athygli.