Kolbrún Gísladóttir útskrifaðist með diplómapróf í geislafræði vorið 2012. Lokaverkefni hennar var samanburðarrannsókn á mismunandi aðferðum við mælingar á fitumagni líkama, í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Markmið samanburðarins var að varpa ljósi á hvort einhverri aðferð væri ofaukið.
Margt áhugavert kom í ljós, m.a. hvernig niðurstöður úr mælingum sem gerðar voru með tölvusneiðmyndatækni og niðurstöður mælinga með öðrum aðferðum fylgdust að.
Ritgerð Kolbrúnar er aðgengileg á skemman.is