Ritgerðir, lokaverkefni og fyrirlestrar

Nokkrar ritgerðir, skýrslur og annar afrakstur lokaverkefna myndgreiningarfólks á ýmsum námsstigum. Flest eru BSc verkefni geislafræðinga og gaman er að sjá hversu mörg áhugaverð og vönduð verkefni fólk hefur unnið á unga aldri.

Agnes Guðmundsd. – Geislaálag við TS…

Agnes Guðmundsdóttir er eini geislafræðingurinn sem útskrifaðist vorið 2003. Hennar verkefni var unnið á myndgreiningardeild Hjartaverndar og fjallar um geislaálag við notkun TS tækis í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Geislaálag vegna notkunar tölvusneiðmyndatækis í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar. 

Skoða síðu »

Agnes Þórólfsdóttir og Anna Einarsdóttir – Þróun geislameðferðar við krabbameini í blöðruhálskirtli

Agnes Þórólfsdóttir, geislafræðingur á Geislameðferðardeild LSH, hélt fyrirlestur á Evrópuráðstefnu myndgreiningarfólks, ECR 2011. Efni hans var niðurstöður úr meistaraverkefni Agnesar og diplómaverkefni Önnu Einarsdóttur, geislafræðings. Sjá eldri heimasíðu Rafarnarins

Skoða síðu »

Ágústa Dröfn Sigmarsd – Greining örblæðinga í heila með segulómun

Ágústa Dröfn Sigmarsdóttir útskrifaðist með BSc gráðu í geislafræði, frá Tækniháskóla Íslands, vorið 2005. Lokaverkefni hennar fjallaði um greiningu örblæðinga í heila með segulómum og var unnið á myndgreiningardeild Hjartaverndar. Ritgerðin á pdf-formi… 

Skoða síðu »

Anna Lilja Reynisdóttir – Geislaskammtar við TS af heila….

Anna Lilja Reynisdóttir útskrifaðist með BSc gráðu í geislafræði, frá Tækniháskóla Íslands, vorið 2005. Lokaverkefni hennar var unnið hjá Röntgen Domus og snýst um samanburð á geislaskömmtum við tölvusneiðmyndatöku af heila, annarsvegar með stökum sneiðum og hinsvegar spíral-tækni.Ritgerðin á pdf-formi…    

Skoða síðu »

Arna Ásmundard. – Ísótóparannsókn af gallblöðru…

Arna Ásmundardóttir útskrifaðist vorið 2002. Hennar lokaverkefni var unnið á röntgendeild LSH – Hringbraut og í Röntgen Domus Medica. Það snerist um mun á útfallsbroti í ísótóparannsókn af gallblöðru, eftir því hvort notað var lyf eða fitumáltíð til að gallblaðran dragist saman. Ísótóparannsókn af gallblöðru – Munur á útfallsbroti eftir því hvort notað er lyf eða fitumáltíð. 

Skoða síðu »

Aðalbjörg Skarphéðinsd – Pressa vs borðhalli við Urografiur

Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir útskrifaðist vorið 2004. Lokaverkefni hennar var unnið á röntgendeild Landspítala – Háskólasjúkrahúss, á Hringbraut. Þar er borin saman skuggaefnisfylling í safnkerfi nýrna við Urografiur, eftir því hvort notuð er pressa eða rannsóknabekknum hallað svo höfuðendinn sé lægri (steypt).Fylling í safnkerfi nýrna – samanburður með pressu og að steypa sjúklingi.

Skoða síðu »

Gunnar Aðils Tryggvason – Útreikningur geislalífeðlisfræðilega þáttarins BED

Gunnar Aðils Tryggvason útskrifaðist vorið 2012, með diplómapróf í geislafræði frá Háskóla Íslands. Lokaverkefni hans snerist um samanburð á geislameðferð gegn staðbundnu krabbameini í blöðruhálskirtli á LSH á árunum 2007 og 2011. Teknar höfðu verið upp nýjar meðferðaraðferðir í samræmi við rannsóknir sem gerðar hafa verið og þróun erlendis á þessu sviði og snerist verkefnið um að …

Skoða síðu »

Guðlaug Björnsdóttir, útdráttur um MS verkefni, des. 2009.

“Um er að ræða langsniðsrannsókn þar sem valdir eru 1000 þátttakendur úr Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar. Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar hófst árið 2006 og fram til þessa hafa verið skoðaðir um 5500 einstaklingar á aldrinum 20-69 ára. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna áhættu einstaklinga fyrir hjarta- og æðasjúkdómum með hefðbundnum mæliaðferðum á áhættuþáttum en einnig að bæta við kerfisbundið …

Skoða síðu »

Hákon Frosti Pálmason – Notkun geislavarna meðal geislafræðinga… á Íslandi

Vorið 2011 útskrifaðist hópur geislafræðinga með diplómapróf og þar á meðal var Hákon Frosti Pálmason. Lokaverkefni hans snerist um notkun geislafræðinga á blývörnum fyrir sjúklinga. Tilgangurinn var að kanna raunverulega notkun geislavarna meðal geislafræðinga á myndgreiningardeildum á Íslandi. Einnig að kanna hvernig geislafræðingar meta sín eigin vinnubrögð þegar kemur að geislavörnum. Þetta er ritgerð sem ætti eiginlega …

Skoða síðu »

Kolbrún Gísladóttir – Samanburðarrannsókn á mismunandi aðferðum við mælingar á fitumagni líkama

Kolbrún Gísladóttir útskrifaðist með diplómapróf í geislafræði vorið 2012. Lokaverkefni hennar var samanburðarrannsókn á mismunandi aðferðum við mælingar á fitumagni líkama, í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar.  Markmið samanburðarins var að varpa ljósi á hvort einhverri aðferð væri ofaukið. Margt áhugavert kom í ljós, m.a. hvernig niðurstöður úr mælingum sem gerðar voru með tölvusneiðmyndatækni og niðurstöður mælinga með öðrum aðferðum …

Skoða síðu »

Nadine G. Thorlacius – Geislamælingar á húð sjúklinga í geislameðferð

Nadine G. Thorlacius útskrifaðist vorið 2011, með diplómapróf í geislafræði frá Háskóla Íslands. Tilgangur lokaverkefnis hennar var að skoða hvort að húðgeislamælingar í geislameðferð á Landspítala gæfu nægilega nákvæmar niðurstöður til að vera viðunandi öryggiskerfi. Ótvíræðar niðurstöður leiddu til breytinga á fyrirkomulagi á geislameðferðardeild LSH. Diplómaritgerð Nadine er aðgengileg á skemman.is

Skoða síðu »

Oksana Shalabi – Efficency of thyroid shielding during CT scan of the head

Oksana Shalabi útskrifaðist með BSc gráðu í geislafræði, frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2007. Lokaverkefni hennar fjallar um gildi þess að skýla skjaldkirtli fyrir geislun, með blýkraga, við tölvusneiðmyndatöku af höfði. Niðurstöðurnar eru sérlega athyglisverðar og á mörgum myndgreiningarstöðum hefur vinnureglum verið breytt í samræmi við þær.Ritgerðin á pdf – formi…

Skoða síðu »

Óli Þór Barðdal – Geislaskammtar sjúkl. m. stafrænni tækni

 Óli Þór Barðdal útskrifaðist sem geislafræðingur BSc, vorið 2004. Lokaverkefni hans fjallar um geislaskammta sem sjúklingar fá við röntgenrannsóknir eftir að stafræn tækni kom til sögunnar. Lokaritgerðin á pdf-formi…

Skoða síðu »

Ragnheiður Gróa Hjálmarsd. – Samanb. á TS og angio af slagæðahring heila…

 Ragnheiður Gróa Hjálmarsdóttir útskrifaðist vorið 2002. Hennar lokaverkefni var unnið á LSH í Fossvogi og eru þar bornar saman tölvusneiðmyndarannsóknir og æðaþræðingar af slagæðahring heila.Samanburður á tölvusneiðmyndarannsókn og æðaþræðingu af slagæðahring heila.  

Skoða síðu »

Ragnheiður Pálsdóttir – Segulómun

Ragnheiður Pálsdóttir útskrifaðist með BSc gráðu í geislafræði, frá Tækniháskóla Íslands vorið 2004. Lokaverkefni hennar fjallar um segulómun, ekki síst þau öryggisatriði sem hafa þarf í huga.Ritgerðin á pdf formi…

Skoða síðu »

Sandra Guðmundsdóttir – Áhrif uppfærslu TS tækis á niðurstöður beinþéttnimælinga… Hjartavernd

Sandra Guðmundsdóttir útskrifaðist vorið 2011, með diplómapróf í geislafræði frá Háskóla Íslands. Lokaverkefni hennar snerist um áhrif uppfærslu TS tækis á niðurstöður beinþéttnimælinga í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Ákaflega vel unnið verkefni sem skilaði ótvíræðum og gagnlegum niðurstöðum. DIPLÓMARITGERÐ (28.apríl 2011) Sandra Guðmundsd

Skoða síðu »

Sigurður Rúnar Ívarsson et al. – PET/CT-Center Reykjavík

Sigurður Rúnar Ívarsson er einn af fyrrverandi eigendum og elstu starfsmönnum Rafarnarins.  Á vorönn 2008 vann hann, ásamt félögum, lokaverkefni í áfanganum Nýsköpun og stofnun fyrirtækja, við Háskólann í Reykjavík. Þeir sem unnu verkefnið með Sigurði voru: Ásgeir Þórðarson, Guðjón Ýmir Lárusson og Þorvaldur Finnbogason. Hugmyndin sem þeir unnu með var stofnun rannsóknastofu í sameindamyndgreiningu með …

Skoða síðu »

Sóley Ákadóttir – Hvaða upplýsingar skortir sjúklinga um myndgreiningarrannsóknir?

Á meðal geislafræðinga sem útskrifuðust með diplómapróf vorið 2012 var Sóley Ákadóttir. Lokaverkefni hennar var rannsókn á hvaða upplýsingar sjúklinga skorti um myndgreiningarrannsóknir og var það hugsað sem undirbúningur fyrir gerð fræðslubæklings. Þarna er á ferðinni áhugavert innlegg í umræðu um aukin gæði í heilbrigðisþjónustu, sem svarar spurningum en vekur um leið fleiri. Diplómaritgerð Sóleyjar …

Skoða síðu »

Þóra Sif Guðmundsdóttir – Mat á geislaskömmtum… við innri geislameðferð gegn leghálskrabbameini.

Þóra Sif Guðmundsdóttir útskrifaðist vorið 2012, með diplómapróf frá námsbraut í geislafræði við Háskóla Íslands. Lokaverkefni hennar snerist um mat á geislaskömmtum í áhættulíffærum, endaþarmi og þvagblöðru við innri geislameðferð gegn leghálskrabbameini. Diplómaritgerð Þóru Sifjar er aðgengileg á skemman.is og má þar sjá áhugaverðar og gagnlegar niðurstöður úr vel unninni rannsókn.

Skoða síðu »

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *