Á árunum 2003 – 2007 voru flestar myndgreiningareiningar á Íslandi að taka “stafræna stökkið” eins og það var oft kallað hér í Arnartíðindum, þ.e. skipta frá filmukerfi yfir í stafrænt plötukerfi, CR. Þessi þróun hefur svo haldið áfram með tilkomu alstafræns búnaðar á nokkrum stöðum, DR kerfanna. Í fyrstu var talsvert fjallað um svokallað skammtaskrið (dose creep), þá tilhneigingu að geislaskammtar við almennar röntgenmyndatökur hækkuðu þegar stafræna tæknin tók við en sú umræða hefur minnkað verulega með árunum.