Stór hluti tækja sem notuð eru til læknisfræðilegrar myndgreiningar nýta jónandi geislun til að gefa okkur innsýn í mannslíkamann. Ávinningurinn er óumdeilanlegur en viss áhætta fylgir með í kaupunum. Mikilvægt er að rata hinn gullna meðalveg milli annarsvegar óþarfa ótta við skaðleg áhrif geislunar og hinsvegar kæruleysis og geislasóðaskapar.