Það stefnir í að evrópureglugerð 2004/40/EU taki gildi í október á þessu ári en þeir sem vinna við MR tæki verði undanþegnir ákvæðum hennar. Mjög langan tíma hefur tekið að afgreiða þetta mál innan Evrópusambandsins og í raun er enn ekki fullvíst hvernig niðurstaðan verður. Það er þó mjög líklegt að einfaldlega verði bætt inn ákvæði sem segir að takmarkanir gildi ekki um þá sem vinna við MR tæki.