“Back to Basics” herferð Image Gently hljómar vel í eyrum geislafræðings sem byrjaði að vinna í filmuumhverfi, tók þátt í ferðalaginu yfir í stafræna heiminn og hefur fylgst af áhuga með þróun myndgreiningar í áratugi.
Við þekkjum öll grundvallaratriðin sem þarf að hafa í huga við röntgenrannsóknir af börnum en notadrjúgar aðferðir við að muna eftir þeim eru okkur til hjálpar í daglegri vinnu.