Aðgangur að fyrirlestrum frá IAEA

Í þetta sinn er fókusramminn nýttur til að benda á aðgengi að fyrirlestrum og helstu niðurstöðum frá ráðstefnu Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) um geislavarnir í læknisfræði, sem haldin var í Bonn í Þýskalandi dagana 3. til 7. desember 2012.

Vakin var athygli á þessu í frétt á vefsíðu Geislavarna ríkisins og er efnið aðgengilegt á vefsíðu IAEA. Full ástæða er til að hvetja myndgreiningarfólk til að skoða þetta áhugaverða efni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *