Öryggi við notkun jónandi geislunar, segulómunar og skuggaefna

Fræðsluefni og greinar tengt geislavörnum, öryggi við segulómun og réttri notkun skuggaefna.

ACR Appropriateness Criteria

Enn einu sinni er minnt á “The ACR Appropriateness Criteria®”, leiðbeiningar um hvaða rannsóknategundir henta í hverju tilviki, áætlað geislaálag af hverri rannsóknategund og fleiri góðar upplýsingar. Þetta er verk American College of Radiology, er að finna á vefsíðu samtakanna og er einkum ætlað tilvísandi læknum. Fókusgrein ritstjóra Arnartíðinda í febrúar 2014.

Skoða síðu »

Áhrif tækjabúnaðar á skuggaefnanotkun – 2011

Margt þarf að hafa í huga við notkun joðskuggaefna og eitt af því er hverskonar tæki verið er að nota. Þumalfingursreglan er að því þróaðri sem tækjabúnaðurinn er, því minna skuggaefni er hægt að komast af með. Sjá grein á eldri vefsíðu Rafarnarins.

Skoða síðu »

Áhugaverð upplýsingasíða fyrir sjúklinga – 2011

Society of Nuclear Medicine eru alþjóðasamtök þeirra sem vinna við rannsóknir og meðferð með geislavirkum efnum. Nýlega opnaði ný vefsíða á vegum samtakanna, með upplýsingum fyrir sjúklinga. Þetta er ágætlega heppnuð síða og ýmislegt hægt að læra af henni um upplýsingamiðlun til sjúklinga. Nánari upplýsingar hér.

Skoða síðu »

Ákvarðanastuðningur fyrir tilvísandi lækna

Ákvarðanastuðning er hægt að nota á ýmsum sviðum og ég hef alltaf haft einlægan áhuga og trú á ákvarðanastuðningi fyrir þá sem panta myndgreiningarrannsóknir. Reglur um “Meaningful use” í bandaríska heilbrigðiskerfinu hafa ýtt rækilega undir áhuga á þessu vestanhafs. Nánari upplýsingar hér.

Skoða síðu »

Almennt um geislun og geislavarnir – 2002

Geislun er orð sem því miður vekur oft ugg hjá fólki. Þess vegna er mikilvægt að starfsfólk myndgreiningarstöðva haldi vel við sinni þekkingu, gefi upplýsingar og geti svarað spurningum. Hér á eftir fer stutt ágrip um geislun og geislavarnir, lauslega byggt á efni frá Geislavörnum ríkisins og fleiri stöðum. Eingöngu er fjallað um röntgen- og …

Skoða síðu »

Að lækna heilbrigðiskerfið – 2013

Þessa vikuna verður fókusramminn nýttur til að benda á myndband af fyrirlestriAtul Gawande, sem er skurðlæknir og m.a. pistlahöfundur hjá The New Yorker, þar sem hann rökstyður nauðsyn þess að taka upp nýja hugsun til að framleiða öruggari og hagkvæmari heilbrigðisþjónustu. Landlæknisembættið mælir nú með notkun á gátlista fyrir skurðstofur, sem er árangur vinnu Dr. Gawande fyrir WHO.

Skoða síðu »

Aðgangur að fyrirlestrum frá IAEA

Í þetta sinn er fókusramminn nýttur til að benda á aðgengi að fyrirlestrum og helstu niðurstöðum frá ráðstefnu Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) um geislavarnir í læknisfræði, sem haldin var í Bonn í Þýskalandi dagana 3. til 7. desember 2012. Vakin var athygli á þessu í frétt á vefsíðu Geislavarna ríkisins og er efnið aðgengilegt á vefsíðu IAEA. Full ástæða er …

Skoða síðu »

Back to Basics – 2013

“Back to Basics” herferð Image Gently hljómar vel í eyrum geislafræðings sem byrjaði að vinna í filmuumhverfi, tók þátt í ferðalaginu yfir í stafræna heiminn og hefur fylgst af áhuga með þróun myndgreiningar í áratugi. Við þekkjum öll grundvallaratriðin sem þarf að hafa í huga við röntgenrannsóknir af börnum en notadrjúgar aðferðir við að muna …

Skoða síðu »

Blessuð börnin – 2013

Niðurstöður fjölmargra rannsókna undirstrika mikilvægi þess að sníða tökugildi að stærð manneskjunnar sem verið er að rannsaka og þar við bætist, eins og við vitum öll, að börn eru viðkvæmari fyrir áhrifum geislunar en fullorðnir. Í þessari viku er fókusramminn nýttur til að minna á nýlegt, mjög gott fræðsluefni varðandi geislavarnir, þar sem fókusinn beinist …

Skoða síðu »

Efni frá ráðstefnu Norræna geislavarnarfélagsins 2011

Sumarið 2011 skipulögðu Geislavarnir ríkisins ráðstefnu Norræna geislavarnafélagsins (NSFS) sem haldin var í Reykjavík. Ráðstefnurit með tugum kynninga (munnleg erindi og veggspjöld) er aðgengilegt á vefsíðu félagsins. Efnið er fjölbreytt og áhugavert, meðal annars um læknisfræðilega notkun jónandi geislunar, geislun í umhverfi, viðbúnað við geislavá, og nýjustu tilskipanir ESB. Sjá vefsíðu Nordisk Selskap For Strålevern.

Skoða síðu »

Eftirlit með röntgentækjum – Guðlaugur Einarsson 2011

Heilbrigðistæknidagur var haldinn í Háskólanum í Reykjavík 19. maí 2011og meðal fyrirlesara var Guðlaugur Einarsson, eftirlitsstjóri hjá Geislavörnum ríkisins sem fjallaði um eftirlit með röntgentækjum. Mikið af áhugaverðu efni er að finna á glærum úr fyrirlestrinum. EftirlitmedRontgentaekjum2_mai2011_Heilbtaeknidagur_GEinars

Skoða síðu »

Evrópureglugerð um vinnu í segulsviði

Það stefnir í að evrópureglugerð 2004/40/EU taki gildi í október á þessu ári en þeir sem vinna við MR tæki verði undanþegnir ákvæðum hennar. Mjög langan tíma hefur tekið að afgreiða þetta mál innan Evrópusambandsins og í raun er enn ekki fullvíst hvernig niðurstaðan verður. Það er þó mjög líklegt að einfaldlega verði bætt inn …

Skoða síðu »

Geislaálag og rafræn sjúkraskrá – 2012

Hjá Alþjóðageislavarnaráðinu, IAEA, hefur frá árinu 2009 verið í gangi verkefni sem hvetur þjóðir heims til að koma á fót kerfi þar sem geislaálag fólks er skráð, þannig að einstaklingurinn geti samþykkt að læknir sem er að meðhöndla hann í það og það skiptið fái aðgang að þessum upplýsingum. Fókusgrein ritstjóra Arnartíðinda frá ágúst 2012.  

Skoða síðu »

Geislaálag starfsmanna sem vinna við jónandi geislun – 2012

Í þessari viku verður fókusramminn nýttur til að benda á nýútkomið efni hjá Geislavörnum ríkisins; nýjar leiðbeiningar um eftirlit með geislaálagi starfsmanna sem vinna við jónandi geislun (GR 12:02) og  yfirlit um geislaálag starfsmanna 2011. Nánari upplýsingar hér.  

Skoða síðu »

Hagnýtar aðferðir til að minnka geislaálag af CT rannsóknum á börn – 2012

Í janúarhefti Journal of the American College of Radiology birtist grein þar sem teknar eru saman ýmsar aðferðir til að lækka geislaálag barna af CT rannsóknum eins og kostur er. Þar er undirstrikað að réttlætingin er alltaf númer eitt, tvö og þrjú, þ.e. að gildar læknisfræðilegar ástæður verða að vera fyrir hverri rannsókn. Sjá grein …

Skoða síðu »

Hinn gullni meðalvegur – 2013

Stór hluti tækja sem notuð eru til læknisfræðilegrar myndgreiningar nýta jónandi geislun til að gefa okkur innsýn í mannslíkamann. Ávinningurinn er óumdeilanlegur en viss áhætta fylgir með í kaupunum. Mikilvægt er að rata hinn gullna meðalveg milli annarsvegar óþarfa ótta við skaðleg áhrif geislunar og hinsvegar kæruleysis og geislasóðaskapar. Fókusgrein ritstjóra Arnartíðinda frá júní 2013.

Skoða síðu »

Kynkirtlablý getur gert meira ógagn en gagn – 2011

Hjá evrópsku Minnu frænku birtist árið 2011 mjög áhugaverð grein um gagn eða ógagn af notkun kynkirtlablýs við röntgenmyndatökur af mjaðmasvæði barna, 10 ára og yngri. Niðurstöðurnar vöktu athygli ritstjóra Arnartíðinda. Sjá grein á eldri vefsíðu Rafarnarins.

Skoða síðu »

Látum skuggaefnin ekki falla í skuggann

Það er nauðsynlegt að takmarka ekki hugvekjur við jól og áramót. Hugurinn þarf alltaf að vera vakandi, ekki bara til spari. Erfiðast getur verið að halda vöku sinni gagnvart því sem maður hefur alltaf fyrir augunum og eitt af því er notkun skuggaefna í æð. Fókusgrein ritstjóra Arnartíðinda frá janúar 2013.

Skoða síðu »

Lungnamyndataka af ungbörnum – 2010

Litlu sjúklingarnir okkar eru viðkvæmari fyrir áhrifum geislunar en þeir sem eru stærri og eldri. Sjá grein á eldri vefsíðu Rafarnarins

Skoða síðu »

Nokkrar greinar frá árunum 2002 – 2005

Geislaskammtar og stafrænt röntgen – Óli Þór Barðdal, 2004. Geislaálag við CT af heila –  Anna Lilja Reynisdóttir, 2005. Geislaálag við CT… – Agnes Guðmundsdóttir, 2003. Patient doses in CA & PTA… – Guðlaugur Einarsson, 2005. Stafrænt röntgen og geislavarnir – Guðlaugur Einarsson, 2004. CT og geislavarnir – Guðlaugur Einarsson, 2004. Réttlæting og bestun… hlutverk …

Skoða síðu »

Nýtt efni frá Geislavörnum ríkisins, maí 2012

Hér er bent á efni sem kom út hjá Geislavörnum ríkisins snemma árs 2012; nýjar leiðbeiningar um eftirlit með geislaálagi starfsmanna sem vinna við jónandi geislun (GR 12:02) og  yfirlit um geislaálag starfsmanna 2011.

Skoða síðu »

Næratvik – 2013

Til að auka gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu er mikilvægt að læra af þeim óvæntu atvikum sem verða. Ekki má sleppa því að tilkynna og vinna úr næratvikum (near misses), þ.e. atvikum sem hefðu getað valdið sjúklingi tjóni en gerðu það ekki. Fókusgrein ritstjóra Arnartíðinda frá janúar 2013.

Skoða síðu »

Öryggi í MR – 2012

Segulómtækin eru búin að vera sjálfsagður hluti af tækjabúnaði í myndgreiningu síðustu 10 árin eða svo og allir eru orðnir vanir þeim, bæði myndgreiningarfólk og aðrir heilbrigðisstafsmenn. Það skapar vissa hættu sem vert er að hafa í huga. Fólki hættir til að fara að umgangast það sem það þekkir vel með vissu kæruleysi. Sjá grein …

Skoða síðu »

Réttlæting röntgenrannsókna, völd og ábyrgð myndgreiningarfólks – 2012

Snemma árs 2012 gáfu norrænu geislavarnastofnanirnar út yfirlýsingu vegna aukinnar notkunar tölvusneiðmyndatöku, með tilheyrandi geislaálagi, og skapaði það talsverða umræðu í myndgreiningargeiranum um hvar ábyrgð á réttlætingu rannsókna liggi. Sumt myndgreiningarfólk einfaldar málið mjög og vill meina að réttlætingin sé í alfarið í höndum tilvísandi lækna en það er nokkuð flóknara en svo. Sjá eldri …

Skoða síðu »

Skammtarnir skríða enn – 2012

Á árunum 2003 – 2007 voru flestar myndgreiningareiningar á Íslandi að taka “stafræna stökkið” eins og það var oft kallað hér í Arnartíðindum, þ.e. skipta frá filmukerfi yfir í stafrænt plötukerfi, CR. Þessi þróun hefur svo haldið áfram með tilkomu alstafræns búnaðar á nokkrum stöðum, DR kerfanna. Í fyrstu var talsvert fjallað um svokallað skammtaskrið …

Skoða síðu »

Takmörkun á flugvallaskönnum með jónandi geislun – 2013

Á nýliðinni ECR ráðstefnu var kastljósinu meðal annars beint að hinum margumræddu flugvallaskönnum sem notaðir eru til að leita á fólki að vopnum og öðrum óleyfilegum hlutum. Evrópusambandið hefur bannað uppsetningu á fleiri slíkum skönnum sem nota jónandi geislun. Fókusgrein ritstjóra Arnartíðinda frá mars 2013.

Skoða síðu »

Takmörkun á vinnu í rafsegulsviði – Kristján Örn Jóhannesson 2012

Í aprílmánuði 2012 átti að öllu óbreyttu að taka gildi tilskipun Evrópusambandsins 2004/40/EC um takmarkanir á vinnu starfsfólks sem vinnur við rafsegulbylgjur. Kristján Örn Jóhannesson, geislafræðingur skrifaði fyrir tæplega tveim árum góða grein um áhrif tilskipunarinnar á MR rannsóknir. Gildistöku tilskipunarinnar var frestað um óákveðinn tíma. Sjá grein á eldri heimasíðu Rafarnarins.

Skoða síðu »

Upplýsingar til sjúklinga fyrir skuggaefnisgjöf – 2013

Hér á raforninn.is hefur verið fjallað talsvert um mikilvægi þess að nota ekki skuggaefni nema nauðsyn krefji og að reikna út einstaklingsmiðaðan skammt áður en sjúklingi er gefið skuggaefni í æð. Þetta er þó ekki það eina sem hugsa þarf út í áður en skuggaefnið er gefið, það þarf líka að upplýsa sjúklinginn. Fókusgrein ritstjóra …

Skoða síðu »

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *