Í ár verður RSNA ráðstefnan haldin 1. – 6. desember og að vanda fer hún fram í hinni heillandi Chicagoborg. Ráðstefnan er stærsti viðburður í heimi myndgreiningarfólks og slagar þátttakendafjöldi upp í 60.000 manns! Framboð á allskyns símenntun er frábært og ferð á RSNA gefur einstakt tækifæri til lærdómsríkra samskipta við kollega víðs vegar að úr heiminum.