Geislakeila 2009.

Svo illa vildi til að Geislakeilukeppnin féll niður árið 2008!! Rafernir sáu að við svo búið mátti ekki standa og Sigurður Rúnar ýtti Geislakeilu 2009 af stað!
Upplýsingar voru sendar á 10 vinnustaði myndgreiningarfólks og fólk beðið um að láta vita hverjir mundu senda lið í keppnina. Frétt um fyrirhugaða keppni birtist í Arnartíðindum 25 febrúar.

Fréttum af tveim fyrri umferðunum var skellt saman í eina og með fylgdu töflur yfir skor og myndir af fólkinu í sveiflu!
Gætt var að því að hafa nægan tíma, brautir voru fráteknar frá klukkan 20 til 22, til að enginn þyrfti að stressa sig og allir gætu spjallað og skemmt sér.

Síðasta umferðin fór svo fram 31. mars og í lokin voru það ofurskvísurnar frá HSS í Keflavík sem hrósuðu sigri og tóku Geislakeilubikarinn með sér „heim“.

Reglur Geislakeilu endurspegla tilgang keppninnar, að sem flestir séu með og fólk skemmti sér saman.

Reglur keppninnar 2009 voru þessar:
Hver staður þarf að senda eitt lið öll kvöld (Sett var upp tafla yfir lið og leiki).

Öll lið spila jafnmarga leiki og öll liðin mæta öll kvöldin en það geta verið mismargir leikir á lið eftir kvöldum.

Í hverju liði skulu vera 3 leikmenn, þar af minnst tveir frá viðkomandi vinnustað/deild en einn má vera utanaðkomandi.

Leyfilegt er að skipta um leikmenn, bæði milli kvölda og á milli leikja sama kvöldið.

Hvert lið borgar fyrir sig.

Ef afföll verða á liðum, þá breytist taflan.

Rætt var um að spila með forgjöf en hætt var við það.

Fram að þessu hefur sú kvöð fylgt sigrinum að starfsmenn þess myndgeiningarstaðar hafa þurft að sjá um keppnina næsta ár. Viss grunur kom upp um að þessi regla geti orðið ástæða þess að fólk veigri sér við að vera með eða jafnvel að lið stefni ekki að sigri þó þau séu með í keppninni.
Þess vegna kom fram sú breytingartillaga að raða vinnustöðum, eftir formlegu nafni, í stafrófsröð og láta hana ráða hverjir sjá um keppnina hvert ár.

Röðin er þessi:

Geislavarnir Ríkisins

Heilbrigðisstofun Suðurnesja Myndgreiningardeild

Hjartavernd.

Íslensk Myndgreining Orkuhúsi.

Krabbameinsfélag Íslands

Landspítali Háskólasjúkrahús Fossvogi Myndgreiningardeild

Landspítali Háskólasjúkrahús Hringbraut Myndgreiningardeild

Læknisfræðileg Myndgreining Domus Medica.

Raförninn ehf.

Árin 2007 og 2009 sáu starfsmenn Rafarnarins um keppnina, með aðstoð Guðlaugs hjá Geislavörnum og Lindu í Orkuhúsinu. Allir þessir aðilar eru tilbúnir að miðla af reynslu sinni til umsjónarmanna keppninnar og aðstoða eins og hægt er.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *