Geislakeila 2007

Geislakeilan hefur sannað sig sem skemmtilegur þáttur í félagslífi myndgreiningarfólks. Árið 2006 sigraði lið Rafarnarins og með sigrinum fylgdi ábyrgðin á að koma keppninni 2007 af stað. Sigurður Rúnar Ívarsson axlaði hana með glæsibrag og fékk til liðs við sig Guðlaug Einarsson hjá Geislavörnum ríkisins og Lindu Magnúsdóttur í Orkuhúsinu. Einnig sýndi Atli Andrésson, Raförn, talsverða snilli við stigavörslu og útreikninga.

Allt um keppnina undanfarin ár er að finna í „Geislakeila 2004 – 2005“ og „Geislakeila 2006

Sendið okkur efni
Öllum er boðið að senda inn efni sem sýnir þeirra hlið á keppninni. Myndir, frægðarsögur, tillögur að breyttu fyrirkomulagi, skemmtisögur… o.s.fr. Hafið samband við ritstjóra Arnartíðinda, edda@raforninn.is eða í síma 860 3748

Undirbúningsnefndin birti fyrstu tillögu að keppnisfyrirkomulagi í Arnartíðindum þann 26. febrúar. Annað myndgreiningarfólk sendi inn breytingartillögur og þann 28. feb. var allt komið á hreint.

Fyrri hluti keppninnar fór fram 11. apríl, með nýju fyrirkomulagi þar sem forgjöf var notuð til að jafna stöðu liða og fastar reglur voru um þátttöku utanaðkomandi leikmanna.

Síðari keppnishluti var síðan 2. maí og Rafernir unnu glæsilegan sigur!! Því miður höfðu Geislavarnir ekki náð nægilega mörgum í lið og urðu að hætta keppni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *