Keppnin um Geislakeilubikarinn gerði stormandi lukku frá upphafi, í ágúst 2004, og út árið 2005. Næsta ár var farið af stað með glæsibrag og keppnin skipulögð með nýju yfirbragði, undir styrkri stjórn Guðlaugs Einarssonar hjá Geislavörnum ríkisins og Sigurðar Sigurðssonar í Hjartavernd.
Allt um fyrstu tvö árin er að finna á síðunni „Geislakeila 2004 – 2005“
Sendið okkur efni
Öllum er boðið að senda inn efni sem sýnir þeirra hlið á keppninni. Myndir, frægðarsögur, tillögur að breyttu fyrirkomulagi, skemmtisögur… o.s.fr. Hafið samband við ritstjóra Arnartíðinda, edda@raforninn.is eða í síma 860 3748.
Fyrst af öllu var vakin athygli á að keppni væri að hefjast á ný og myndgreiningarfólk hvatt til að skrá lið frá sem flestum vinnustöðum til keppni.
Arnartíðindi 01.02.06
Fljótlega lá fyrir að þátttaka yrði hin líflegasta og var þá frumskipulag keppninnar kynnt.
Arnartíðindi 27.02.06
Ritstjóri Arnartíðinda skemmti sér við að skoða sögu keiluíþróttarinnar og birti fókusgrein um efnið á vefsetri Rafarnarins
Í fókus 27.02.06
Keppni hófst svo 15. mars og enginn varð fyrir vonbrigðum með skemmtunina.
Arnartíðindi 16.03.06
Næsta umferð Geislakeilu 2006 fór fram ellefta apríl. Vegna óvæntra breytinga þarf auka keppniskvöld fyrir úrslitaumferðina.
Arnartíðindi 12.04.06
Lokakeppnin árið 2006 var haldin 10. maí og varð nú mikill fögnuður í herbúðum Rafarna, þegar keilulið fyrirtækisins vann bikarinn góða og höfðu sumir á orði að nú væri hann svo sannarlega kominn heim!
Arnartíðindi 15.05.06