Geislakeila 2004 – 2005

Frá því í ágúst 2004 hefur staðið yfir áskorendakeppni í keilu milli hinna ýmsu liða úr myndgreiningargeiranum. Keppnin hefur hlotið nafnið Geislakeilan og nýtur almennrar hylli meðal myndgreiningarfólks. Arnartíðindi hafa fylgst með frá upphafi og birt fjölda frétta af  þessari spennandi og skemmtilegu keppni.

Sendið okkur efni
Öllum er boðið að senda inn efni sem sýnir þeirra hlið á keppninni. Myndir, frægðarsögur, tillögur að breyttu fyrirkomulagi, frásagnir af skemmtilegum atvikum… o.s.fr.
Hafið samband við ritstjóra Arnartíðinda, edda@raforninn.is eða í síma 860 3748.

Allt byrjaði þetta með því að starfsfólk myndgreiningardeildar Hjartaverndar fór sér til skemmtunar í keilu….
Arnartíðindi 30.08.04

Síðan var áskorendakeppnin hafin og hjá Raferninum ehf. var ákveðið að gefa verðlaunagrip sem yrði í fórum þess liðs sem hefði áskorendaréttinn hverju sinni…
Arnartíðindi 20.09.04

Eftir aðra umferð keppninnar var lið Hjartaverndar enn ósigrað og fékk Geislakeilubikarinn afhentan, með viðhöfn…
Arnartíðindi 25.10.04

Þriðja umferð fór fram í nóvember, stemningin alltaf að magnast og Geislakeilan að verða eitt af því sem allt myndgreiningarfólk kannast við…
Arnartíðindi 13.12.04

Fjórða umferð tafðist vegna heilsufarsvandamála í Orkuhúsinu. Hjartaverndarliðið lét í ljósi efasemdir um ástæðurnar en þá var brugðist hart við í Orkuhúsi…
Arnartíðindi 07.02.05 

Fjórða umferð Geislakeilunnar hefur farið fram!! Röntgenfólk hjá Krabbameinsfélagi Íslands lagði vasklega til atlögu en náði ekki að stöðva sigurgöngu keilubana Hjartaverndar.
Arnartíðindi 14.03.05

Í fimmtu umferð mætti Orkuhússfólk til leiks, stálhraust og svo sannarlega með glæsibrag!
Arnartíðindi 11.04.05

Keilubanar Hjartaverndar máttu loks láta í minni pokann, í sjöttu umferð, og Geislakeilubikarinn eignaðist nýtt heimili hjá Geislavörnum ríkisins.
Arnartíðindi 23.05.05

Hlé var gert á keppni í Geislakeilu yfir sumarmánuðina en þegar fyrstu laufin fóru að falla af trjánum hófu Rafernir þaulskipulagðar keiluæfingar. Starfsfólk Geislavarna hafði skorað á þá og áskoruninni var að sjálfsögðu tekið. Sjöunda umferð Geislakeilu fer fram ellefta október 2005, klukkan 18:30, í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð.
Arnartíðindi 19.09.05 

Lið Geislavarna hélt bikarnum í sjöundu umferð Geislakeilunnar. Hún var sú síðasta á formi áskorendakeppni og farið að leggja drög að riðlakeppni á árinu 2006.
Arnartíðindi 17.10.05

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *