Geislakeilan

Í ágúst 2004 upphófst mikil keppni í keilu milli hinna ýmsu liða úr myndgreiningargeiranum. Keppnin hlaut nafnið Geislakeilan og naut almennrar hylli meðal myndgreiningarfólks. Hjá Raferninum var tekin sú ákvörðun að gefa verðlaunagrip og taka þátt í framkvæmd keppninnar. Keppnisárin urðu alls fimm, það síðasta árið 2009. Arnartíðindi fylgdust með frá upphafi og birtu fjölda frétta af  þessari spennandi og skemmtilegu keppni.

Geislakeila 2004 – 2005

Frá því í ágúst 2004 hefur staðið yfir áskorendakeppni í keilu milli hinna ýmsu liða úr myndgreiningargeiranum. Keppnin hefur hlotið nafnið Geislakeilan og nýtur almennrar hylli meðal myndgreiningarfólks. Arnartíðindi hafa fylgst með frá upphafi og birt fjölda frétta af  þessari spennandi og skemmtilegu keppni. Sendið okkur efni Öllum er boðið að senda inn efni sem sýnir þeirra hlið …

Skoða síðu »

Geislakeila 2006

Keppnin um Geislakeilubikarinn gerði stormandi lukku frá upphafi, í ágúst 2004, og út árið 2005. Næsta ár var farið af stað með glæsibrag og keppnin skipulögð með nýju yfirbragði, undir styrkri stjórn Guðlaugs Einarssonar hjá Geislavörnum ríkisins og Sigurðar Sigurðssonar í Hjartavernd. Allt um fyrstu tvö árin er að finna á síðunni „Geislakeila 2004 – 2005“ …

Skoða síðu »

Geislakeila 2007

Geislakeilan hefur sannað sig sem skemmtilegur þáttur í félagslífi myndgreiningarfólks. Árið 2006 sigraði lið Rafarnarins og með sigrinum fylgdi ábyrgðin á að koma keppninni 2007 af stað. Sigurður Rúnar Ívarsson axlaði hana með glæsibrag og fékk til liðs við sig Guðlaug Einarsson hjá Geislavörnum ríkisins og Lindu Magnúsdóttur í Orkuhúsinu. Einnig sýndi Atli Andrésson, Raförn, talsverða …

Skoða síðu »

Geislakeila 2009.

Svo illa vildi til að Geislakeilukeppnin féll niður árið 2008!! Rafernir sáu að við svo búið mátti ekki standa og Sigurður Rúnar ýtti Geislakeilu 2009 af stað! Upplýsingar voru sendar á 10 vinnustaði myndgreiningarfólks og fólk beðið um að láta vita hverjir mundu senda lið í keppnina. Frétt um fyrirhugaða keppni birtist í Arnartíðindum 25 febrúar. Fréttum …

Skoða síðu »

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *