Ráðstefnur, ferðasögur og skemmtanir

Símenntunarferðir, vinnuferðir, Geislakeilan, Röntgenhátíð og ýmislegt fleira skemmtilegt!

Af Læknadögum 2013

Í síðustu viku fór ég á nokkra fyrirlestra á Læknadögum. Almennt eru áhugaverðir fyrirlestrar á Læknadögum og mikið um að fjallað sé um ákveðin þema í röð fyrirlestra. Þarna býðst gott tækifæri til að hlusta á áhugaverða fyrirlestra um efni innan læknisfræðinnar sem liggja utan þess sviðs sem ég er að vinna með dags daglega …

Skoða síðu »

Að nálgast efni frá ECR 2012

Ýmsar leiðir eru til fyrir myndgreiningarfólk að nýta sér efni frá ECR þó leiðin liggi ekki til Vínarborgar ár hvert. Ráðstefnuhaldarar úr röðum European Society of Radiology gera sér far um að nýta tæknina til hins ýtrasta á ráðstefninni og það kemur þeim einnig til góða sem heima sitja. Sjá eldri heimasíðu Rafarnarins.

Skoða síðu »

Að nálgast efni frá RSNA 2012

Flestar leiðir til að njóta úr fjarlægð hluta af því sem RSNA hefur upp á að bjóða duga jafn vel til að ná í efni að ráðstefnunni lokinni. Þeir sem keyptu sér sýndaraðgang hafa efni þaðan handbært áfram og eftir hefðbundnari leiðum má nálgast texta, ljósmyndir og myndskeið Fókusgrein ritstjóra Arnartíðinda frá nóvember 2012.

Skoða síðu »

Cardiac Scientific Subcommittee – Hvað er það? – 2011

Maríanna Garðarsdóttir, röntgenlæknir, hefur setið í Cardiac Scientific Subcommittee fyrir ECR ráðstefnur, og var formaður nefndarinnar fyrir ECR 2013. Sjá grein á eldri vefsíðu Rafarnarins.

Skoða síðu »

ECR 2013 fyrir þá sem heima sátu

Þó þú starfir í myndgreiningargeiranum en hafir ekki haft tök á að komast á ECR þetta árið er ástæðulaust að örvænta. Ráðstefnuhaldarar úr röðum European Society of Radiology gera sér far um að nýta tæknina til hins ýtrasta á ráðstefnunni og það kemur þeim einnig til góða sem sátu heima. Fókusgrein ritstjóra Arnartíðinda frá mars …

Skoða síðu »

Efni frá ráðstefnu Norræna geislavarnafélagsins – 2011

Sl. sumar skipulögðu Geislavarnir ríkisins ráðstefnu Norræna geislavarnafélagsins (NSFS) sem haldin var í Reykjavík. Ráðstefnurit með tugum kynninga (munnleg erindi og veggspjöld) hefur nú verið gert aðgengilegt á vefsíðu félagsins. Efnið er fjölbreytt og áhugavert, meðal annars um læknisfræðilega notkun jónandi geislunar, geislun í umhverfi, viðbúnað við geislavá, og nýjustu tilskipanir ESB. Nánari upplýsingar hér.

Skoða síðu »

Efni og umfjöllun frá RSNA 2013

Undanfarnin ár hafa Arnartíðindi tekið saman nokkrar hugmyndir að leiðum til að fylgjast með og nýta sér efni frá ráðstefnunni, fyrir þá sem ekki komast á staðinn. Flestar aðferðir sem við bentum á til að fylgjast með RSNA úr fjarlægð nýtast líka til að skoða efni frá ráðstefnunni eftir að henni lýkur. Fókusgrein ritstjóra Arnartíðinda …

Skoða síðu »

Fréttir af RSNA 2011

RSNA ráðstefnan er haldin árlega í Chicago og árið 2011 fengu Arnartíðindi fjölda af áhugaverðum fréttaskotum og skemmtilegum myndum.  Við þökkum innilega öllu því duglega og áhugasama myndgreiningarfólki sem gaf sér tíma til að taka saman efni fyrir okkur. Sjá frétt Arnartíðinda 5. desember 2011.

Skoða síðu »

Fréttir frá ECR 2012

Árið 2012 var ECR ráðstefnan var haldin í Vínarborg 1. – 5. mars og Arnartíðindi fengu mörg góð fréttaskot frá áhugasömu myndgreiningarfólki, bæði á meðan ráðstefnan stóð yfir og þegar ráðstefnugestir voru komnir heim. Sjá frétt Arnartíðinda 9. mars 2012.

Skoða síðu »

Fyrir ECR 2012

Evrópuráðstefna myndgreiningarfólks, European Congress of Radiology (ECR), er haldin í Vínarborg í mars ár hvert. Íslendingar hafa tekið virkan þátt í ráðstefnum undanfarinna ára og svo var einnig árið 2012. Fókusgrein á eldri heimasíðu Rafarnarins, eftir Eddu Aradóttur, febrúar 2012.

Skoða síðu »

Fyrir ECR 2014

Nú líður að Evrópuráðstefnunni European Congress of Radiology (ECR) sem haldin er í Vínarborg á hvert og er einn af stærstu viðburðunum í myndgreiningargeiranum. Íslendingar hafa löngum tekið virkan þátt í ráðstefnunni og gera enn. Fókusgrein ritstjóra Arnartíðinda frá febrúar 2014.

Skoða síðu »

Fyrir RSNA 2011

RSNA ráðstefnan er stærsti viðburður í heimi myndgreiningarfólks ár hvert og árið 2010 voru ráðstefnugestir yfir 58.000 talsins. Framboð á hverskyns símenntun er frábært og ferð á RSNA gefur einstakt tækifæri til lærdómsríkra samskipta við kollega víðs vegar að úr heiminum. Fókusgrein á eldri heimasíðu Rafarnarins, eftir Eddu Aradóttur, október 2011.

Skoða síðu »

Geislakeilan

Í ágúst 2004 upphófst mikil keppni í keilu milli hinna ýmsu liða úr myndgreiningargeiranum. Keppnin hlaut nafnið Geislakeilan og naut almennrar hylli meðal myndgreiningarfólks. Hjá Raferninum var tekin sú ákvörðun að gefa verðlaunagrip og taka þátt í framkvæmd keppninnar. Keppnisárin urðu alls fimm, það síðasta árið 2009. Arnartíðindi fylgdust með frá upphafi og birtu fjölda frétta af  þessari …

Skoða síðu »

Glærur o.fl. frá ráðstefnunni Gæðavísir 2013

Margir góðir fyrirlestrar voru fluttir á ráðstefnunni „Gæðavísir 2013″ og allir fyrirlesarar sem notuðu glærur gáfu góðfúslegt leyfi til að þær yrðu birtar hér á raforninn.is. Raförninn sendir fyrirlesurum bestu þakkir og hvetur myndgreiningarfólk til að nota sér efnið. Sjá samantekt: http://www.raforninn.is/i-fokus/glaerur-og-fleira-fra-gaedavisir-2013/

Skoða síðu »

Heilbrigðisráðstefna Fókus og SKÝ 2012

Undanfarin ár hefur Fókus – félag um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu staðið fyrir ráðstefnum undir merkjum Skýrslutæknifélags Íslands, en Fókus er faghópur innan SKÝ. Ráðstefnan árið 2012 var haldin 22. febrúar og bar yfirskriftina “Heilbrigðisgögn – Hvað á að skrá, hvað má ég sjá”. Sjá frétt Arnartíðinda 27. febrúar 2012.

Skoða síðu »

Hugað að ECR 2013

Einn af stærstu viðburðunum í myndgreiningu á hverju ári er Evrópuráðstefnan European Congress of Radiology (ECR) sem haldin er í Vínarborg í mars. Undanfarin ár hafa Íslendingar tekið virkan þátt í ráðstefnunni og það virðist ekkert ætla að breytast í ár Fókusgrein ritstjóra Arnartíðinda frá febrúar 2013.

Skoða síðu »

Hugað að RSNA 2013

Í ár verður RSNA ráðstefnan haldin 1. – 6. desember og að vanda fer hún fram í hinni heillandi Chicagoborg. Ráðstefnan er stærsti viðburður í heimi myndgreiningarfólks og slagar þátttakendafjöldi upp í 60.000 manns! Framboð á allskyns símenntun er frábært og ferð á RSNA gefur einstakt tækifæri til lærdómsríkra samskipta við kollega víðs vegar að …

Skoða síðu »

Pistlar Gyðu Karlsdóttur, Edinborg 2001.

Árið 2001 vann Gyða Karlsdóttir, geislafræðingur, á sjúkrahúsi í Edinborg. Hún sendi skemmtilega pistla heim til Arnartíðinda.

Skoða síðu »

Ráðstefnan Gæðavísir 2012

Ráðstefnan Gæðavísir 2012 var haldin fimmtudaginn 3. maí það ár og tókst prýðilega. Um þrjátíu manns úr ýmsum áttum sóttu ráðstefnuna en allir áttu það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á að auka gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu. Sjá frétt Arnartíðinda 7. maí 2012

Skoða síðu »

Röntgendagurinn

Allskyns efni tengt Röntgendeginum, 8. nóvember. Röntgenhátíð, röntgenpartý, fróðleikur í tilefni dagsins o.s.fr.

Skoða síðu »

Spekingar spjalla um RSNA 2012

Þessa vikuna er fókusramminn nýttur til að benda á áhugavert video frá Imaging Technology News, vefmiðli sem stendur sig vel í að flytja myndgreiningarfólki fréttir og fróðleik sett fram á skemmtilegan hátt. Þarna spjallar ritstjóri ITN við Greg Freiherr, sem hefur fjallað um nýjungar í myndgreiningu síðan 1983, um það nýjasta og athyglisverðasta á RSNA 2012.

Skoða síðu »

Upplýsingar frá RSNA 2011

Flestar leiðir sem fólk notar til að fylgjast með RSNA ráðstefnunni úr fjarlægð á meðan hún stendur yfir veita líka aðgang að upplýsingum og ýmiskonar samantekt eftir ráðstefnuna. Fókusgrein á eldri heimasíðu Rafarnarins, eftir Eddu Aradóttur, desember 2011.

Skoða síðu »

Þróun geislameðferðar við krabbameini í blöðruhálskirtli – ECR 2011

Agnes Þórólfsdóttir, geislafræðingur, hélt fyrirlestur á ECR ráðstefnunni 2011 og einnig var birtur poster um efnið. Sjá kynningu á eldri vefsíðu Rafarnarins.

Skoða síðu »

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *