Raförninn ehf. veitir altæka ráðgjöf og tækniþjónustu á sviði myndgreiningar fyrir ört vaxandi heilbrigðisgeira með fókus á meiri gæði og meiri verðmæti . Við viljum aðstoða viðskiptavini okkar við að ná settum markmiðum með því að hlusta á og skilja þeirra sértæku þarfir.
Tækniþjónustan er byggð á þjónustusamningum þar sem skilgreint er m.a. umfang, tíðni, viðbrögð og rekstraröryggi búnaðarins sem þjónað er. Ef rekstraröryggið næst ekki þá lækka þjónustugjöld i samræmi við ákvæði í samningum.
Helstu þjónustusvið eru:
- tækniþjónusta – viðhald á myndgreingarbúnaði og upplýsingakerfum
- húsnæðishönnun – hugmyndahönnun starfsumhverfis
- innkauparáðgjöf – ráðgjöf við innkaup á tæknibúnaði
- úttektir og prófanir – móttökuprófanir, stöðuprófanir og reglubundnar prófa
- sérlausnir – hönnun hug- og vélbúnaðar
Raförninn býður m.a. eftirfarandi þjónustu:
- hugmyndahönnun starfsumhverfis myndgreiningardeilda
- hugbúnaðarhönnun og innleiðingu hugbúnaðar
- viðtöku- og stöðuprófanir
- RIS og PACS þjónustu
- innleiðingu og eftirfylgni gæðamála á myndgreiningardeildum