Fjarþjónusta

Raförninn hefur mikla og langa reynslu í að bjóða viðskiptavinum fjarþjónustu. Þess vegna er hægt að bjóða hefðbundna og sértæka tölvuþjónustu í fjarvinnslu.

Slík tækniþjónusta er hluti af daglegum rekstri fyrirtækisins þar sem nokkrar myndgreiningardeildir sem við þjónustum eru úti á landsbyggðinni og einnig erlendis. Hægt er að þjónusta viðskiptavini frá mismunandi starfsstöðum, frá heimili starfsmanns, úr Suðurhlíðinni eða nánast hvar sem viðkomandi starfsmaður er staddur.