Raförninn ehf
Kt. 610584-1019
VSK: 11894
Raförninn ehf. veitir altæka ráðgjöf og tækniþjónustu á sviði myndgreiningar fyrir ört vaxandi heilbrigðisgeira með fókus á meiri gæði og meiri verðmæti . Við viljum aðstoða viðskiptavini okkar við að ná settum markmiðum með því að hlusta á og skilja þeirra sértæku þarfir. Tækniþjónustan er byggð á þjónustusamningum þar sem skilgreint er m.a. umfang, tíðni, …
Raförninn hefur mikla og langa reynslu í að bjóða viðskiptavinum fjarþjónustu. Þess vegna er hægt að bjóða hefðbundna og sértæka tölvuþjónustu í fjarvinnslu. Slík tækniþjónusta er hluti af daglegum rekstri fyrirtækisins þar sem nokkrar myndgreiningardeildir sem við þjónustum eru úti á landsbyggðinni og einnig erlendis. Hægt er að þjónusta viðskiptavini frá mismunandi starfsstöðum, frá heimili …
Raförninn var stofnaður í maí 1984 af Smára Kristinssyni og fleirum. Í fyrstu var Raförninn eins manns fyrirtæki til húsa í einu herbergi en stækkaði fljótt og jók vænghafið. Umsvif voru lítil í fyrstu og unnin í hjáverkum með annarri vinnu. Fyrsta stóra verkefnið var undirbúningur að vali á búnaði og þjónustu fyrir röntgendeild Krabbameinsfélags …
Raförninn ehf er með starfsstöðvar á þremur stöðum: Suðurhlíð í Reykjavík Hyrnu við Akureyri Upstate New York ríki í Bandaríkjunum . Einnig er fyrirtækið í samstarfi við The Phantom Laboratory og hefur aðstöðu í New York ríki USA.
Verkís verkfræðistofa eignaðist Raförninn árið 2010. Fyrrum eigendur Rafarnarins þeir Smári Kristinsson og Sigurður Rúnar Ívarsson urðu meðeigendur í Verkís á sama tíma. Verkís er öflugt, leiðandi ráðgjafar- og þekkingarfyrirtæki á meginsviðum verkfræði og tengdra greina með áherslu á orkumál. Hlutverk þess er að veita vandaða og faglega verkfræðiráðgjöf. Sjá nánar á www.verkis.is.