Raförninn veitir altæka ráðgjöf varðandi skipulag og tæknibúnað myndgreiningardeilda. Boðið er upp á hugmyndahönnun (conceptual design) starfsumhverfis. Sem flestir starfsmenn eru teknir með í þetta ferli.
Eftir að grunnhugmyndir liggja fyrir eru haldnir hugarflugsfundir þar sem breytingatillögur sem fram koma eru prófaðar jafnóðum á fundinum. Þetta er að vísu ekki alveg samkvæmt hugarflugsreglum en hefur reynst okkur vel.
Við stærri verkefni hefur okkur gefist vel að halda ljósmyndasamkeppni. Þá dreifum við einnota ljósmyndavélum um fyrirtækið eftir að samkeppnin hefur verið rækilega undirbúin og auglýst, t.d. í samvinnu við leiðandi ljósmyndavörufyrirtæki. Út úr þessu kemur í ljós hvernig starfsfólkinu og umhverfinu semur, hverju þarf að breyta og hverju ekki má breyta (something old, something new, something borrowed, something blue). Ef forðast á starfsmannakreppur vegna of mikilla breytinga er mikilvægt að halda í jákvæða þætti úr fortíðinni á umbrotatímum. Mjög öflugt vefsetur á sviði heilbrigðishönnunar er Healthdesign.
Stærsta hugmyndahönnunarverkefni Rafarnarins, sem orðið hefur að veruleika, er hönnun myndgreiningardeildar fyrir Hjartavernd.