Starfsfólk / Contacts

Bryndís Eysteinsdóttir

Þjónustustjóri / Service Manager

Farsími/Mobile:

E-mail:
+354 699 4713

bryndis@raforninn.is

Bryndís Eysteinsdóttir hóf störf hjá Raferninum í maí 2008. Hún er geislafræðingur með BSc gráðu frá Tækniskóla Íslands og útskrifaðist árið 1990. Með geislafræðingsstarfinu hefur hún unnið við bókhald nokkurra fyrirtækja.

Bryndís er þjónustustjóri Rafarnarins og umboðsmaður viðskiptavina innan fyrirtækisins. Hún tekur einnig þátt í vinnu við ráðgjöf. Bryndís er tengiliður Rafarnarins við bókhaldsdeild Verkís og sér um verkefni sem tengjast bókhaldi fyrirtækisins.

English:

Ms. Bryndis Eysteinsdottir is a radiologic technologist, with a BSc degree from The Technical University of Iceland. Beside working as a radiologic technologist she has managed bookkeeping for several companies since 1990.

Ms. Eysteinsdottir started working for Raforninn in may 2008 and is now the company´s service manager and represents the customers. Her other field of work is consulting.



Daníel Sigurðsson

Rafeindavirki / Electronics Engineer

Farsími/Mobile:

E-mail:
+354 774 8332

daniel@raforninn.is

Daníel Sigurðsson hóf störf hjá Raferninum vorið 2014, þá nýútskrifaður með sveinspróf í rafeindavirkjun frá Tækniskólanum í Reykjavík.

Helstu verkefni Daníels snúa að ýmiskonar gæðamælingum og eftirliti með röntgenbúnaði, tölvusneiðmyndatækjum og ómtækjum, auk vinnu við viðhald og viðgerðir á tækjabúnaði. Haustið 2015 lauk Daníel námi á kerfisstjórabraut Nýja tölvu og viðskiptaskólans, í Reykjavík, og stefnir á meiri þátttöku í verkefnum tengdum upplýsingatækni.

English:

Mr. Daniel Sigurdsson started working for Raforninn in spring 2014, right after graduating with a degree in electronics engineering from The Reykjavík Technical College.

Mr. Sigurdsson´s main responsibilities are related to quality assurance and measurements, for X-ray, ultrasound and CT equipment but he also participates in maintainance and repair work. In september 2015 Mr. Sigurdsson finished his studies of IT management at the NTV School of Computing and Business, in Reykjavik, and is gradually participating in more IT work.



Edda G. Aradóttir

Gæðastjóri / QA Manager

Farsími/Mobile:

E-mail:
+354 860 3748

edda@raforninn.is

Edda Guðbjörg Aradóttir útskrifaðist sem geislafræðingur frá Tækniskóla Íslands árið 1990 og hóf störf í hlutastarfi hjá Raferninum í maí 2002 en hefur verið í fullu starfi hjá fyrirtækinu frá október 2008. Hún hefur umsjón með gæðamálum, bæði innan fyrirtækisins og í verkefnum fyrir viðskiptavini. Auk þess er hún ritstjóri heimasíðu Rafarnarins.

Edda hefur mikla reynslu sem geislafræðingur og stýrði gæðamálum á myndgreiningardeild Sjúkrahússins á Akureyri á árunum 2005 - 2008. Hún hefur sótt mörg námskeið og ráðstefnur um gæðamál. Edda hefur einnig viðurkenningu Vinnueftirlitsins sem sérfræðingur í gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum. Störf hennar byggjast á fjarvinnslu þar sem hún er búsett við Eyjafjörð.

English:

Mrs. Edda G. Aradottir is a radiologic technologist, with a BSc degree from The Technical University of Iceland. Her field is Quality Management, both inside Raforninn and in various projects for customers. She also edits the company´s website.

Mrs. Aradottir has broad experience as a radiologic techologist and managed Quality Assurance for The Medical Imaging Department of Akureyri Hospital in 2005 - 2008. She has attended numerous courses and conferences on Quality Management.

Mrs. Aradottir started as a part time employee in May 2002 but has been working full time at Raforninn since October 2008. Her work is based on teleprocessing as she lives in northern Iceland, across the country from the company´s headquarters.



Eiríkur K. Þorbjörnsson

Aðstoðarframkvæmdastjóri / Assistant chief executive

Farsími/Mobile:

E-mail:
+354 863 2800

eirikur@raforninn.is

Eiríkur Kristján Þorbjörnsson hóf störf hjá Raferninum í nóvember 2010. Hann er rafmagnstæknifræðingur frá Odense Teknikum í Danmörku og með meistaragráðu í öryggis- og áhættustjórnun frá háskólanum í Leicester í Englandi.

Eiríkur hefur unnið við forritun og hugbúnaðargerð, bæði í Danmörku og á Íslandi, ásamt því að stofna og reka nokkur fyrirtæki í tölvu- og tæknigeiranum. Hann var framkvæmdastjóri Sambands íslenskra rafveitna á árunum 1987 - 1995 og framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar 1995 - 2000. Á árunum 2000 - 2005 rak hann verkfræðifyrirtækið ICESEC og fór þaðan til Rafteikningar sem síðar varð að Verkís hf.

Í dag starfar Eiríkur sem deildarstjóri rafkerfadeildar Verkís, auk þess að vera aðstoðarframkvæmdastjóri Rafarnarins.

English:

Mr. Eirikur K. Thorbjornsson started working for Raforninn in november 2010. He has a degree in electrical engineering from Odense Teknikum in Denmark and a Masters degree in Security and Risk Management from the University of Leicester in England.

Mr. Thorbjornsson has worked in programming and software development, both in Denmark and Iceland, and has founded several companies in computing and technology. In the years 1987 - 1995 he was the managing director of the Federation of Icelandic Electric-works and managing director of Neydarlinan, the Icelandic emergency dispatching center (1-1-2), in 1995 - 2000. From 2000 to 2005 he operated the electric engineering company ICESEC and then joined engineering consultants Rafteikning which merged into Verkis Ltd.

Mr. Thorbjornsson now heads the Electrical Systems Department at Verkis, along with his work as assistant managing director at Raforninn.



Hildur Ólafsdóttir

Framkvæmdastjóri / Chief Executive Officer

Farsími/Mobile:

E-mail:
+354 692 6667

hildur@raforninn.is

Hildur Ólafsdóttir hóf störf hjá Raferninum í mars 2011. Hún lauk mastersgráðu í verkfræði með áherslu á hagnýta stærðfræði frá frá Danmarks Tekniske Unviersitet árið 2004. Hún lauk árið 2008 doktorsprófi frá sama háskóla með sérhæfingu í hagnýtri stærðfræði og sjálfvirkri myndgreiningu á heilbrigðissviði.

Hildur starfaði sem nýdoktor (post doc) við sjálfvirka vinnslu á segulómmyndum af hjarta í tvö ár eftir að doktorsnámi lauk. Þess utan hefur Hildur þróað hugbúnað fyrir tölvusneiðmyndir fyrir Danish Meat Research Institute í Danmörku (nú Danish Technological Institute) annars vegar og 3D Craniofacial Research Lab hins vegar.

Fyrir utan rekstur fyrirtækisins kemur Hildur að þróun á gæðakerfum fyrir myndgreiningar- og geislameðferðardeildir.

English:

Ms. Hildur Ólafsdóttir started working for Raförninn in March 2011. She received her MSc.Eng degree in Applied Mathematics from the Technical University of Denmark in 2004. She received her PhD degree in Applied Mathematics from the same university with the specialization Medical Image Analysis in April 2008.

After graduating, Ms Olafsdottir did two years of Post Doctoral research working on automatic analysis of cardiac MRI. Further, she has worked as a consultant, developing software for automated analysis of CT images, for the Danish Meat Research Institute (now Danish Technological Institute) and the 3D Craniofacial Research Lab.

Besides her work as the company´s managing director her responsibilities involve development of web-based services for diagnostic imaging and radiotherapy departments.



Magnús Guðjónsson

Rafiðnfræðingur / Certified Electrical Technician

Farsími/Mobile:

E-mail:
+354 824 5723

magnus@raforninn.is

Magnús Guðjónsson hóf störf hjá Raferninum í mars 2016. Hann er rafiðnfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og rafeindavirkjameistari frá Iðnskólanum.

Magnús hefur víðtæka reynslu af viðhaldi og gæðamælingum myndgreiningartækja og hefur sótt fjölda námskeiða á sínu sviði. Hann tekur þátt í öllu almennu viðhaldi og uppsetningum á myndgreiningarbúnaði ásamt gæðamælingum.

English:

Mr. Magnus Gudjonsson started working for Raforninn in March 2016. He is a Master Electronincs Engineer, from The Reykjavík Technical College, and has a Higher National Diploma from Reykjavik University.

Mr. Gudjonsson has a long and diverse experience in services and quality control of medical imaging equipment and has completed a great number of service courses. He participates in all aspects of technical service, instalment of equipment and quality assurance.



Sigurður Haukur Bjarnason

Rafvirkjameistari / Master electrician

Farsími/Mobile:

E-mail:
+354 698 8118

siggib@raforninn.is

Sigurður Haukur Bjarnason hóf störf hjá Raferninum í febrúar 2016. Hann er rafvirkjameistari og raffræðingur frá Iðnskólanum í Reykjavík, auk þess sem hann stundar nú nám í rafiðnfræði við Háskólann í Reykjavík.

Sigurður hefur viðtæka reynslu bæði af rafmagns- og tölvubúnaði, sem fellur vel að starfi tæknimanns hjá Raferninum. Hann hefur lokið sérhæfðum námskeiðum um almennan röntgenbúnað og tölvusneiðmyndatæki, auk þess sem hann tekur þátt í öllu almennu viðhaldi og uppsetningum á myndgreiningarbúnaði.

English:

Mr. Sigurdur Haukur Bjarnason started working for Raforninn in february 2016. He earned his degree as a Master electrician from The Icelandic Technical College in Reykjavik and is currently studying for Diploma in Electrical Technology at Reykjavik University.

Mr. Bjarnason has diverse knowledge of computers and other electrical equipment, he specializes in general x-ray equipment and computerized tomography but also participates in all maintainance, repair work and installation projects.



Sigurður Rúnar Ívarsson

Rafeindavirkjameistari / Master Electronics Engineer

Farsími/Mobile:

E-mail:
+354 892 9662

siggi@raforninn.is

Sigurður Rúnar Ívarsson hóf störf hjá Raferninum 1993. Hann er með eftirfarandi réttindi:

Rafeindavirkjameistari.

Rafmagnsiðnfræðingur frá Tækniskóla Íslands.

Rafvirkjameistari.

Rafverktakaleyfi (no. 553) frá Löggildingastofu og Umhverfisráðuneyti.

Byggingastjóraleyfi frá Umhverfisráðuneyti.

20 einingar í líffræði við Háskóla Íslands.

Diplóma í rekstariðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Sigurður stjórnar uppsetningum Rafarnarins. Hann er sérfræðingur í viðhaldi almennra röntgentækja, æðaþræðingatækja og tölvusneiðmyndatækja. Hann hefur sótt fjölda námskeiða á sínum sérsviðum.

English:

Mr. Sigurdur Runar Ivarsson has been working for Raforninn since 1993. Mr. Ivarsson holds numerous degrees and licences. He earned his degrees of Electrical Contractor Master Electronics Technician at The Icelandic Technical College in Reykjavik. Mr. Ivarsson has more than 25 years of experience in imaging equipment technical services and has completed a great number of service courses in his main areas of responsiblity, which are general x-ray, computerised tomograpy and angiograpy/intervention equipment.



Smári Kristinsson

Tæknifræðingur / Ráðgjafi

Farsími/Mobile:

E-mail:
+354 892 4125

smari@raforninn.is

Smári Kristinsson er tæknifræðingur frá Tækniskólanum í Árósum. Hann er einn af upphaflegum stofnendum Rafarnarins og hefur unnið hjá fyrirtækinu síðan 1984.

Helstu verkefni Smára eru breytingastjórnunarráðgjöf við myndgreiningarstarfsemi, innkauparáðgjöf við kaup á myndgreiningarbúnaði, gæðamælingar á myndgreiningarbúnaði og viðhaldsstjórnun.


English:

Mr. Smari Kristinsson earned his degree in engineering at Aarhus Technical University. He is one of the founders of Raforninn and has dedicated his skills to the company from its start in 1984. Smari is a change management consultant to the medical imaging community, advising on improving existing processes or creating new ones. This includes procurement consulting for all sizes of contracts.

Mr. Kristinsson is also involved in Quality Assurance research and development as well as creating service management strategies. Smari has participated in a number of international projects. One of them a IAEA publication on digital radiology implementation.



Þorsteinn R. Jóhannesson

Rafeindavirki / Electronics Engineer

Farsími/Mobile:

E-mail:
+354 896 5435

steini@raforninn.is

Þorsteinn Ragnar Jóhannesson er rafeindavirki frá Iðnskólanum í Reykjavík og hóf störf hjá Raferninum árið 1993. Hann hefur sinnt margskonar verkefnum fyrir Raförninn, m.a. þróað ýmsa sérhæfða tækniþjónustu fyrir viðskiptavini.

Þorsteinn er sérfræðingur í þjónustu segulómtækja, ómtækja, RIS og PACS kerfa og hefur sótt fjölda námskeiða á sínum sérsviðum.

Hann ber einnig ábyrgð á þjónustu fyrirtækisins varðandi hugmyndahönnun.

English:

Mr. Thorsteinn R. Johannesson has been working for Raforninn since 1993. He earned his engineering degree at The Reykjavík Technical College. Mr Johannesson has a long and diverse IT experience and has completed a great number of service courses in his main areas of responsibility. These include: MR systems US equipment, RIS and PACS as well as concept design consulting.



Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *