Frétt Arnartíðinda í dag leiðir hugann að nemum og öðru ungu fólki í myndgreiningunni. Nemar þurfa gott efni til að læra af og mig langar að benda á góða vefsíðu, í stöðugri þróun, sem gagnast öllu myndgreiningarfólki, ungu sem eldra.
Síðan heitir WikiRadiography og er byggð upp eins og hin þekkta Wikipedia, þ.e. notendur geta bætt við og/eða breytt efni en óskað er eftir að fólk geti heimilda (references). Vegna þessa fyrirkomulags er WikiRadiography í stöðugri þróun og undir smásjá myndgreiningarfólks um víða veröld.
Þegar er komið mikið af athyglisverðu efni inn á vefsetrið og má sem dæmi um gott efni varðandi almennar röntgenrannsóknir t.d. benda á líffærafræði á röntgenmyndum (Radiographic Anatomy) og innstillingavideó (Radiographic Positioning Videos).
Flokkar eru til með efni um CT rannsóknir, MRI, ómun og mammógrafíu og margar fræðigreinar er að finna í Applied Radiography.
Ég hvet myndgreiningarfólk til að flakka um WikiRadiography og sjá upp á hvað hún hefur að bjóða.
31.05.10 Edda Aradóttir ea@ro.is