W.K Röntgen og Tutankamun konungur

Óralengi hafa ýmsar getgátur verið uppi um dánarorsök egypska faraósins Tutankamuns. Röntgenmyndir teknar árið 1969 gáfu getgátum um morð með höfuðhöggi byr undir báða vængi en nú hafa tölvusneiðmyndir leitt ýmislegt nýtt í ljós.


#img 1 #Tutankamun réði yfir Egyptalandi fyrir um 3000 árum og í grafhýsi hans
#img 4 #fundust stórfenglegir fjársjóðir. Konungurinn var undir tvítugu þegar hann dó og á röntgenmyndum sem teknar voru af múmíu hans fyrir 37 árum sást óljós skemmd á höfuðkúpunni sem gat bent til þess að hann hefði dáið af völdum höfuðhöggs. Þessi vitnisburður geislanna hans Röntgens gaf sögusögnum um að ungi konungurinn hefði verið myrtur byr undir báða vængi.
Þessir sömu geislar hafa nú bætt vitnisburði í rannsókn þessa aldagamla máls, í þetta sinn með tölvusneiðmyndatækninni, og niðurstaðan er sú að höfuðhögg hafi ekki orðið Tutankamun að
#img 2 #aldurtila.

Notkun myndgreiningar utan hefðbundinnar læknisfræði er eitt af áhugamálum mínum og þáttur röntgengeislanna í sögu Tut konungs, eins og hann hefur verið nefndur, er skemmtilega áhrifamikill.
Árið 1968 og 1978 voru teknar hefðbundnar röntgenmyndir af múmíunni, í grafhýsinu og með tækjum þeirra tíma. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um niðurstöður þeirra og sem dæmi um það má nefna grein Ernst Rodin sem hann birti á vefsíðu sinni árið 2002.

Í byrjun þessa árs fékk Tut konungur aftur tíma í myndgreiningarrannsókn og í þetta sinn sannkallaða VIP meðferð. Í fyrsta sinn í 82 ár var múmían tekin úr grafhýsinu og rannsökuð með einka CT-tæki í sérútbúnum bíl, sem Siemens Medical lagði til. Þúsundir mynda hafa verið unnar úr rannsókninni og líkami konungsins kortlagður frá toppi til táar. Frásagnir af þessu má meðal annars sjá hjá National Geographic og Discovery Channel.

#img 3 #
Auk þess að afsanna ályktanir um morð með rothöggi, sem dregnar voru af gömlu röntgenmyndunum, hjálpaði þessi myndgreiningarrannsókn til við að leiða í ljós hvernig konungurinn hefur líklega litið út í lifanda lífi. Búið var til “portrett” af Tut konungi
#img 5 #sem birst hefur víða í fréttamiðlum síðustu daga. Á vefsetri National Geographic má sjá myndir af vinnslu andlitsmyndarinnar og á Yahoo News eru tenglar við bæði glærusýningu og video um sama efni. 

16.05.05 Edda Aradóttir   edda@raforninn.is

         

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *