Vinsælast í myndgreiningu

Hér er birtur listi yfir vefsetur sem myndgreiningarfólk telur áhugaverð. Röðunin er af handahófi og  helgast ekki af því hvað vinsælast er eða talið best.

Farin var sú leið að gera örstutta grein fyrir nokkrum atriðum sem sjá má á forsíðu hvers vefseturs. Gott væri ef þeir sem vanir eru að nota eitthvað af þessu kæmu gagnlegum leiðbeiningum á framfæri við
 
ritstjóra
.

Listinn sjálfur, og tenging við þessa umfjöllun, er kominn í flokkinn „Upplýsingaöflun“ á forsíðu.



DiagnosticImaging


Eitt af stóru tímaritunum á Netinu. Eingöngu efni tengt myndgreiningu.


Search: Vefsetrið hefur sína eigin leitarvél.


Technology Focus Archive: Greinar um tækniatriði sem birst hafa síðustu ár.


CME Online: Fræðslugreinar og námsefni með prófum til að meta eigin kunnáttu.


ONLINE COLUMNS:


ScanMan: Ritstjórnargreinar úr tímaritinu Diagnostic Imaging Scan.


Ask Eric: Spurningar frá lesendum og svör við þeim.


MRI Safety: Eins og nafnið bendir til – fjölmargt sem viðkemur öryggi í segulómun.


Imaging Opinion: Greinar frá fólki með skoðanir.


Vendor Perspective: Greinar og upplýsingar frá fyrirtækjum sem framleiða myndgreiningarbúnað og annað tengt faginu.


Special report: Greinar um það sem efst er á baugi.


Webcasts: Það sem birt hefur verið á vefsetrinu frá ráðstefnum RSNA, SCAR o.fl.


COMMUNITY:


Hot Button: Umræðusvæði. Ákveðnar spurningar eru notaðar til að stýra umræðum.


Bulletin Board: Svæði fyrir innsendar athugasemdir og spurningar utan þess ramma sem Hot Button setur.


MEETINGS:


Ráðstefnur, fundir, námskeið…


Virtual Hospital


Ofursafn upplýsinga um heilbrigðismál, fyrir starfsmenn og almenning.


Health Topics A – Z: Einföld leið til að byrja. Starfsfólk velur For Providers og R (fyrir radiology) til að finna fjölmargar athyglisverðar greinar. Myndgreiningarefni er einnig undir D (Diagnostic imaging) en tenging í það er undir R (radiology).


Textbooks (For Providers): Námsefni á námsefni ofan. Ekki bækur til að kaupa heldur beinn aðgangur að efninu.


Anatomy Resources: Eitt af því sem skemmtilegt og gagnlegt er að skoða. Bæði gamaldags teiknaðar líffærafræðimyndir og myndir úr myndgreiningarrannsóknum, smásjármyndir o.fl.


Health Spotlight: Greinar um ákveðin efni í hverjum mánuði.


Health Topics in the News: Greinar út frá þeim heilbrigðismálum sem fjölmiðlar eru að fjalla um. Oft áhugavert hversu margt er líkt á Íslandi og úti í hinum stóra heimi!


Virtual Children´s Hospital


Sérstakur hluti sem fjallar eingöngu um það sem snýr að börnum. Önnur forsíða með sömu uppsetningu.


 


Docguide


Upplýsingasetur fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk.


Search: Vefsetrið hefur eigin leitarvél.


Most Read News: Útdrættir úr áhugaverðum tímaritagreinum.


Webcasts CME: Fræðslugreinar og námsefni. Hægt er að velja channel fyrir ákveðna sérgrein eða sjúkdóm.


 


Congress Resource Center: Það mikilvægasta fyrir myndgreiningarfólk á þessu vefsetri. Sérstök leitarvél þar sem hægt er að finna ráðstefnur o.þ.h. eftir sérgreinum eða dagsetningum. Mjög vandaðar upplýsingar og margt að finna. Bæði undir Radiology og Diagnostic Radiology.


All Medical Resources: Leiðir að ótal vefsetrum og tímaritum fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Flokkað eftir sérgreinum.


 


RSNALink


Vefsetur alríkissamtaka myndgreiningarfólks í Bandaríkjunum (Radiological Society of North America).


Logo næstu RSNA ráðstefnu: Með því að smella á myndina fást allar upplýsingar um ráðstefnu samtakanna sem haldin er í Chicago ár hvert.


 


Search: Leitar á síðum RSNA og/eða öllu Netinu.


Education Portal: Fræðslugreinar, rannsóknaniðurstöður, námsefni, próf o.s.fr. Einn til tveir rammar með undirflokkum fyrir hvern flokk.


Publication: Leiðir í allt það sem RSNA gefur út. Margvíslegar upplýsingar um tímarit t.d. Radiology og Radio Graphics.


Research: Ýmislegt um rannsóknavinnu og möguleika á styrkjum til slíks.


Career: Atvinnuauglýsingar og upplýsingar um möguleika á stöðum til náms og þjálfunar. Undir Medical Student Resources eru vel gerðar upplýsingar fyrir læknanema og unglækna um störf röntgenlækna.


Technology: Upplýsingar um verkefni varðandi gagnagrunna, gagnageymslu og gagnaflutning.


International: Ýmislegt sem RSNA tekur þátt í á alþjóðlegum vettvangi.


Calendars: Skrá yfir mikilvæga atburði, ráðstefnur og fleira.


About RSNA: Uppbygging starfsemi og saga samtakanna.


For Patients: Tenging við RadiologyInfo sem er upplýsingasetur RSNA og ACR (American College of Radiology) fyrir almenning. Einnig listi yfir aðrar síður með slíkum upplýsingum. Þarna má stundum finna auðskilin svör við spurningum sem oft er beint til myndgreiningarstarfsfólks.


 


Visible Human


Einstæður gagnagrunnur byggður á tölvusneiðmyndum af karl- og kvenlíkama.


Overview, Research, Location og People: Upplýsingar um verkefnið „Visible Human Project“, fólk sem vinnur við það og fjölmargt sem unnið hefur verið út frá gagnagrunninum.


Undir Research er sérstaklega áhugavert að skoða Surgical Simulator þar sem búinn hefur verið til aðgerðahermir í því augnarmiði að hægt verði að æfa skurðaðgerðir eins og t.d. flugtak og lendingu.


Products: Það sem fáanlegt er af margmiðlunardiskum, myndböndum, bókum o.fl. tengdu Visible Human.


Links: Tenglar við síður um verkefni annarra hópa sem nota Visible Human gögn við sína vinnu.


Events: Ráðstefnur o.þ.h. þar sem eitthvað tengt Visible Human er á dagskrá.


Anatacam: Myndir frá verkefni vorið 2002 þar sem sýni af brjóstkassa var sneitt örþunnt og teknar af því myndir á ýmsan hátt.


Gallery: Það sem mest gagn og gaman er að. Myndir, myndir, myndir. Kyrrar, hreyfanlegar, í þrívídd o.s.frl


 


Society of Nuclear Medicine


Vefsetur alríkissamtaka ísótópafólks í Bandaríkjunum.


ABOUT SNM:


SNM Publications: Margmiðlunarefni, tímarit, bækur o.fl. sem samtökin gefa út.


Meetings & Events: Ráðstefnur, fundir o.þ.h. Fara þarf í undirflokkinn Calendar til að sjá allt sem í boði er.


Technologists Section: Allt fyrir ísótópatækna (geislafræðinga). Meðal annars um námskeið og símenntun. Glæsilegt netbókasafn (Virtual Library) en kaupa þarf aðgang að því.


ABOUT NUCLEAR MEDICINE:


What is Nuclear Medicine: Auðskildar upplýsingar. Sérlega áhugavert að skoða What is PET til að átta sig á rannsóknatækni sem er í örri þróun um þessar mundir.


Patient Information: Upplýsingar fyrir almenning um ísótóparannsóknir og undirbúning fyrir þær.


Career: Meðal annars upplýsingar um stéttir sem vinna við ísótóparannsóknir. Þó efnið sé bandarískt á margt við annarsstaðar í heiminum, líka hérlendis.


News & Info: Mætti uppfæra örar!


EDUCATIONAL/PROFESSIONAL DEVELOPMENT:


Margir möguleikar á símenntun, einnig á Netinu og margmiðlunardiskum. Virkilega þess virði að skoða!


RESEARCH & DATA:


Meðal annars Education & Research: Tenging við síðu Education & Research Foundation SNM. Margt um rannsóknir, styrki, verðlaun o. fl.


POLICY & PRACTICE:


Nuclear Medicine Practice:


Adverse Reactions: Listi yfir þekkt viðbrögð við stýriefnum (áhengjum).


Procedure Guidelelines: Leiðbeiningar um framkvæmd rannsókna („Prótókollar“).


Einnig á forsíðu: Beinar leiðir í sér síður fyrir unglækna, Residents Section, og nema í ísótópatækni (geislafræðinema), Technologist Students Section.


Beinar leiðir í Online Teacing Files, námsefni á netinu sem einnig er undir EDUCATIONAL/PROFESSIONAL DEVELOPMENT.


 


MRI Safety


Vefsetur fyrirtækis sem sérhæfir sig í öllu er viðkemur öryggi við segulómun.


Search: Vefsetrið hefur eigin leitarvél.


The List: Listi yfir hluti sem fólk getur verið með í líkamanum (aðgerðaklemmur, ýmislegt ígrætt o.s.fr) og hefur verið athugað hvort skapi hættu í MR.


Safety Information: Greinar og leiðbeiningar varðandi vinnu, umgengni og umönnun sjúklinga.


Research Summary: Listi yfir helstu rannsóknir varðandi öryggi við segulómun og niðurstöður þeirra.


Screening Forum: Leiðbeiningar varðandi hvaða upplýsingar þarf að hafa um manneskju áður en hún er segulómskoðuð.


Eyðublöð á pdf formi með stöðluðum spurningum fyrir rannsókn.


Ordering Books: Handbækur sem hægt er að panta.


Priority e-Mail: Hægt er að senda inn spurningar og fá svör send fljótt.


Latest Info: Nýjustu greinar og upplýsingar á vefsetrinu.


 


CTisus


Verulega stórt vefsetur um allt er snýr að tölvusneiðmyndum. (Umfjöllun verður að vera mjög takmörkuð).


Protocols: Leiðbeiningar um framkvæmd rannsókna („Prótókollar“).


Organ System Modules: Námsefni. Myndir (líffærafræði og TS). Tilvitnanir (gullkorn). Greinar.


Teaching Files: Fjöldi TS rannsókna. Myndir, myndir, myndir og hægt að fá upp texta um sjúkdómsgreiningu ef vill.


Lecture Series: Vandaðir fyrirlestrar bæði um tækni og sjúkdóma.


Journal Club: Ritsjtórn CTisUs velur í hverjum mánuði bestu greinar tengdar TS sem birtast í ýmsum fagtímaritum.


Key References: Vísanir í tímaritagreinar um grundvallaratriði í tölvusneiðmyndatöku.


Medical Illustration Gallery: Flottar, flottar líffærafræðimyndir. Skemmtilega frábrugðnar gömlu teikningunum.


Ask the Fish: Hægt er að senda spurningar til Elliots K. Fishman, aðalritstjóra.


Quiz of the Month: „You don´t know Radiology“. Tölvusneiðmyndir til að sjúkdómsgreina út frá. Hægt að vinna til verðlauna í hverjum mánuði.


CME: Símenntun.


What´s New: Listi yfir það nýjasta á vefsetrinu.


Screening CTisUs


Tengt vefsetur um TS við hópleit. Nokkurn vegin samskonar uppsetning.


 


Imaginis


Að mestu leyti upplýsingar varðandi brjóstamyndatökur en fleira er einnig að finna.


Search: Vefsetrið hefur eigin leitarvél.


PATIENT:


Mjög auðskildar upplýsingar fyrir almenning.


Medical Procedures: Aðrar myndgreiningarrannsóknir en brjóstamyndatökur. 


PROFESSIONAL:


Breast Imaging Resources: Leiðir að meiri upplýsingum.


Teaching Files: Námsefni með öllum tegundum mynda. Æfingar og próf.


Online Medical Journals: Flokkar tímarita m.a. fyrir myndgreiningu í heild. Ekki eingöngu fyrir brjóstamyndatökur.


CME Resources: Flokkar sem leiða mann í leit að ráðstefnum, námskeiðum, námi á Netinu o.s.fr.


Professional Resources: Fagfélög þeirra sem koma að heilsuvernd kvenna.


Key Topics: Greinar um ýmislegt tengt sjúkdómum í brjóstum.


 


AuntMinnie


Sú stærsta og sú sem allir ættu að kannast við. Inniheldur öll atriði sem hinar hafa og margt fleira.


Eina umfjöllunin sem verður hér núna er: Lítið á raforninn.is á hverjum degi og smellið síðan á beinu tenginguna við AuntMinnie. Gefið ykkur tíma til að kynnast Minnu frænku, það borgar sig.  


Echo by Web

Bætt við eftir ábendingu frá einum af notendum vefsetursins. Nákvæmar og vel unnar upplýsingar um hjartaómun, bæði fyrir byrjendur og lengra komna.             

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *