Vinnuvernd og verklagsreglur.


Rannsóknastofa í vinnuvernd
(RIV) hefur nú verið starfrækt í fjögur ár en hún var stofnuð árið 2004 sem samstarfsverkefni Vinnueftirlitsins og Háskóla Íslands.

Glærur úr hádegisfyrirlestrum hafa um nokkurt skeið verið aðgengilegar á vefsíðu RIV og þær gefa hugmynd um efnistök og nálgun fyrirlesaranna. Til að hafa fullt gagn af fyrirlestri þarf þó að vera hægt að hlusta á hann í heild og nú býður RIV upp á þá þjónustu. Upptökur af nokkrum fyrirlestrum eru komnar á vefinn og von á meiru.  

Ekki bara heyrnarhlífar og rykgrímur.
Margir túlka vinnuvernd eingöngu sem eitthvað sem snýr að hollustuháttum á vinnustað,
#img 1 #og þá einkum í vinnu sem hefur í för með sér hættu á meiðslum, snertingu eða innöndun heilsuspillandi efna, heyrnarskerðingu vegna hávaða o.s.fr.
Því fer þó fjarri því hugtakið vinnuvernd vísar til samspils vinnuumhverfis, vinnuskipulags og stjórnunar annars vegar og aðbúnaðar, heilsu og líðanar starfsmanna hins vegar.
Þetta snýst ekki bara um heyrnarhlífar og rykgrímur! 

Stjórnun er þáttur í vinnuvernd.

#img 2 #Skilvirkt vinnuskipulag og vitræn stjórnun eru t.d. mjög mikilvægir þættir í vinnuvernd. Það er ekki hægt að ætlast til að fólk skili góðu dagsverki og geti farið ánægt heim ef skilaboð um hvað á að gera og hvernig á að framkvæma það koma héðan og þaðan og eru misvísandi og ruglingsleg.
Hvort tveggja, skilvirkt vinnuskipulag og vitræn stjórnun, getur kristallast í skriflegum og  vel gerðum verklagsreglum og vinnuleiðbeiningum. Starfsmaður sem hefur aðgang að slíku getur á einfaldan og öruggan hátt gengið úr skugga um hvernig skuli vinna ákveðið verk eða bregðast við ákveðnum aðstæðum. 

Öryggi sjúklinga.

Í heilbrigðisþjónustu er þetta enn mikilvægara heldur en á flestum öðrum stöðum því við erum að vinna með manneskjur og allar gerðir okkar í vinnunni hafa áhrif á þessa meðbræður okkar. Talsvert hefur verið fjallað um öryggi sjúklinga og í þeirri umfjöllun er sífellt verið að undirstrika mikilvægi verklagsregla. Þær eru ekki síður mikilvægar fyrir heilbrigðisstarfsmenn en þá sem þurfa á þjónustu þeirra að halda því við viljum jú öll hjálpa sjúklingunum okkar en ekki skaða þá. 

Heilsa og öryggi heilbrigðisstarfsfólks.

#img 5 #Vinnuvernd snýst einnig um heilsu og líðan starfsmanna. Mér finnst augljóst að starfsmaður sem styðst við skráðar, skýrar og einfaldar verklagsreglur sé öruggari í starfi en sá sem vinnur samkvæmt óljósum fyrirmælum frá hinum ýmsu samstarfsmönnum, bæði yfirmönnum og öðrum. Streita hlýtur að vera minni og sjálfsmyndin betri heldur en hjá hinum, sem vinnur í sífelldum ótta við mistök og upplifir sig sem vankunnandi eða heimskan.  

Það sem aldrei hefur gerst getur gerst aftur!

Sem betur fer gengur vinna í heilbrigðisþjónustu í lang flestum tilvikum vel fyrir sig og við hjálpum ótal mörgum. Því miður eru líka tilvik þar sem fólk bíður heilsutjón og við viljum öll fækka þeim eins mikið og nokkur kostur er. „Það sem aldrei hefur gerst áður getur alltaf gerst aftur“, var haft eftir einhverjum góðum manni og þó einhver stofnun eða fyrirtæki hafi átt því láni að fagna að enginn sjúklingur hafi beðið tjón af þjónustunni þar er ekki þar með sagt að slíkt gerist ekki… til dæmis á morgun. 

Föllum ekki tvisvar í sömu gryfjuna.
Verklagsreglur þjóna bæði þeim tilgangi að minnka líkur á mistökum og einnig að styðja starfsmann sem lendir í þeim skelfilegu aðstæðum að sjúklingur í hans umsjá verður fyrir heilsutjóni. Sá sem getur bent á skriflegar verklagsreglur og sagt: „Ég fór nákvæmlega eftir þessu“, er í sterkari aðstöðu en sá sem getur eingöngu sagst hafa gert þetta eins og venjulega. 
Ekki síst er mikilvægt að hafa verklagsreglur til að hægt sé að fara yfir þær og finna hvar þarf að bæta úr svo samskonar atvik gerist ekki aftur. 
#img 3 #

Úreltar reglur eru hættulegar.
Verklagsreglur þurfa að vera í stöðugri endurskoðun og uppfærslu. Þess vegna gerir takmarkað gagn að hafa þær á pappír, því að hver útgáfa verður fljótt úrelt og hætta skapast af mismunandi úreltum, útkrotuðum útgáfum sem eru í umferð. 
Stafrænum verklagsreglum á vef er þægilegt að halda við því aðeins þarf að breyta á einum stað til að allir notendur sjái breytinguna.

Gæðavísir, Gæðavísir, Gæðavísir.
Í reglugerð 640/2003 um geislavarnir við notkun röntgentækja, kafla XV, er kveðið á um gæðaeftirlit og tilvist gæðahandbóka.
Gæðavísir er dæmi um gæðahandbók á vefnum þar sem hægt er að hafa verklagsreglur og hvaðeina annað sem nýtist á vinnustað. Hluti hans er opinn öllum, án þess að þurfi að skrá sig inn, en hvaða vinnustaður sem er getur fengið sitt eigið svæði og þjónustu við að setja þar inn það sem nauðsynlegt er, ásamt uppfærslu á því. Fyrir það er greitt mánaðargjald. 
Góð reynsla af slíkri þjónustu er komin á nokkrum myndgreiningarstöðum, verið er að ganga frá gæðahandbók röntgendeildar KÍ í Gæðavísi og fleiri eru farnir að huga að notkun hans.


#img 4 #Þeim sem vilja meiri upplýsingar um verklagsreglur, gæðahandbækur og Gæðavísi er velkomið að hafa samband við undirritaða eða Smára Kristinsson.
Hægt er að fá kynningu á vinnustað, ef óskað er.

15.12.08 Edda Aradóttir edda@raforninn.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *