Villuljós og glýja

Hátæknibúnaður til myndgreiningar er í stöðugri þróun og skilar sífellt nákvæmari upplýsingum á skjái og filmur. Eitt hefur þó ekki breyst. Augu röntgensérfræðinganna þurfa að nema upplýsingarnar svo mögulegt sé að túlka þær.
Röntgensérfræðingar í krefjandi starfi
Ætlast er til að röntgensérfræðingar lesi úr ótal rannsóknum á örskömmum tíma, oft undir miklu álagi, þó þeir þurfi iðulega að rjúfa þá vinnu til að sinna öðrum verkefnum. Þrátt fyrir það er skylda þeirra og markmið að skila nákvæmlega réttum niðurstöðum. Segja má að hinn fullkomni röntgensérfræðingur virki eins og tölva. Hann „skannar“ myndina og skilar frá sér svari. Punktur.Víðast eru enn ljósaskápar
Á mörgum myndgreiningarstöðvum fer þessi vinna enn að miklu leyti fram við gamaldags ljósaskápa sem hafa í grundvallaratriðum ekki breyst frá því um 1900.

Of mikið ljós veldur glýju
Öll höfum við séð svo og svo margar röntgenfilmur hangandi á ljósaskáp, misstórar og með mismiklu bili á milli. Ljós berst framhjá þeim, röntgensérfræðingarnir fá glýju (glare) í augun sem bæði minnkar greiningarhæfnina umtalsvert og þreytir þá… þannig að greiningarhæfnin minnkar enn meira.Blendunarbúnaður og sterkljós til bóta
Nýir skápar bjóða upp á blendunarbúnað og eldri skápum er hægt að láta skipta niður í fleiri fleti svo ekki þurfi að hafa ljós nema á hluta þeirra í einu.


Röntgenmyndir eru einnig misdökkar og því væri allra best að geta stillt ljósmagnið eftir því. Mjög fáir ljósaskápar eru svo fullkomnir og er því mikilvægt að góð sterkljós séu fyrir hendi og ljósið frá þeim í réttum lit. 

Magn og litur umhverfislýsingar
Umhverfislýsing
skiptir einnig höfuðmáli, bæði ljós frá öðrum ljósaskápum og loftljósum. Ekki einungis hversu mikil hún er heldur einnig litasamsetning ljóssins, „köld“ lýsing truflar mun minna en „heit“.Lýsing við tölvuskjái jafn mikilvæg
Hér má minnast á að lýsing við tölvuskjái vinnustöðva hefur nákvæmlega sama gildi og við filmuúrlestur. Villuljós af ýmsum toga getur minnkað greiningarhæfnina ískyggilega mikið.Segja má að þetta línurit gefi flestar þær upplýsingar sem máli skipta.


 

#img 1 #Gætum að lýsingu
Hér er að sjálfsögðu ekki um nein ný sannindi að ræða. Næstum hver einasti starfsmaður í myndgreiningu veit að villuljós truflar við úrlestur. Þrátt fyrir það er full ástæða til að minna fólk á. Hver kannast ekki við að hafa komið inn í úrlestrarherbergi þar sem allir ljósaskápar glóa upp úr og niður úr og skær ljós loga í loftinu? Hjálpumst öll að við að gera vinnuumhverfið eins gott og mögulegt er á hverjum stað.

Edda Aradóttir. 21.10.02

      

     

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *