Vefsíður vikunnar

 
Þessa vikuna verður fókusramminn notaður til að vekja athygli á tveim mjög áhugaverðum vefsíðum þar sem finna má mikið af vönduðum upplýsingum og fróðleik. Um leið bendum við á tenglasafnið okkar sem hefur verið í stöðugum vexti sl. sjö ár og veitir myndgreiningarfólki aðgang að heilum hafsjó af efni tengdu faginu.

Vefsíður vikunnar eru C2I2 (Controversies and Concensus in Imaging and Intervention) og vefsíða HSE (Health Service Executive) á Írlandi.

Báðar veita aðgang að aragrúa vandaðra fræðigreina og sem dæmi má nefna sérlega góða grein á C2I2 sem ber yfirskriftina Population and patient risk from CT scans og mjög áhugaverða umfjöllun hjá HSE um könnun sem verið er að vinna úr, um geislaálag af CT rannsóknum

Við hvetjum ykkur til að skoða tenglasafn Rafarnarins og senda okkur ábendingar um fleiri góðar vefsíður til að bæta í það.

22.11.10 Edda Aradóttir edda@raforninn.is  

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *