Upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu – HIMSS.



Myndgreiningarfólk kannast við McCormick Place í Chicago en leiðir ef til vill ekki hugann þangað nema þegar nóvember nálgast. Þar er þó mikið um að vera allt árið og þessa dagana stendur yfir ráðstefna og sýning HIMSS (Healthcare Information and Management Systems Society).

Það er vel þess virði að fylgjast með þessari ráðstefnu þar sem það nýjasta og besta í upplýsingatækni heilbrigðisgeirans er til umfjöllunar.

Á vefsíðu ráðstefnunnar sjálfrar eru fjölmargar leiðir að fróðlegu efni, t.d. rafrænt fréttablað, HIMSS Online Daily.

Veftímaritið Diagnostic Imaging býður líka upp á fréttir af ráðstefnunni.

 08.04.09 Edda Aradóttir edda@raforninn.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *