Upplýsingar frá RSNA 2010


Í viðbót við hina ómissandi, séríslensku umfjöllun Arnartíðinda er hægt að nálgast efni frá RSNA á mörgum stöðum. Við höfum tekið saman dæmi um nokkrar leiðir fyrir myndgreiningarfólk sem heima situr.

Að vanda er Advance veftímaritið með góða samantekt um ráðstefnuna. Þar leggur fólk sig fram um að finna ný sjónarhorn til að horfa á hlutina frá.

Annað veftímarit Diagnostic Imaging er líka með daglegar fréttir frá RSNA 2010.

Dagblað RSNA ráðstefnunnar, Daily Bulletin, er hreinlega skyldulesning! Með það fyrir framan sig veit fólk allt frá því hvað fram kom í stjörnufyrirlestrinum, “New Horizons Lecture” þetta árið og til þess hvernig veðrið er í Chicago þann daginn… sem Íslendingum finnst reyndar alltaf áhugavert umræðuefni.

Á vefsíðu ráðstefnunnar er ótal margt að finna og til að fá yfirlit um það sem hæst ber getur verið hentugt að líta á Newsroom hlutann sem sýnir fréttatilkynningar og segir frá fréttamannafundum.

Ekk má svo gleyma að leita að RSNA 2010 á YouTube og upplagt er fyrir myndgreiningarfólk að gerast vinir Radiological Society of North America á Facebook.

28.11.10 Edda Aradóttir edda@raforninn.is 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *