Umhverfi og heilsa

 
Ráðstefnan “Umhverfi og heilsa” var haldin vorið 2006. Einn af fyrirlesurum á ráðstefnunni var Clare Cooper Marcus og málflutningur hennar beindi sjónum fólks enn einu sinni að mikilvægi manneskjulegs umhverfis þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt.


#img 4 #Clare Cooper Marcus hefur meistaragráðu í borgar- og þéttbýlisskipulagi og kenndi við landslagsarkitektúrdeild Berkley-háskóla á árunum 1969-1994. Hún gegnir enn stöðu prófessors þar og hefur gefið út fjölda bóka og greina um andleg og félagsleg áhrif arkitektúrs og landslagshönnunar á einstaklinga og samfélagið.

Hönnun fyrir fólk
Stefna hennar er að fyrst og fremst skuli hanna og byggja fyrir mannfólkið og vellíðan þess en ekki einblína á fagurfræðilegt útlit. Myndgreiningarfólki finnst sennilega áhugaverðast það sem hún hefur gefið út um heilsubætandi útisvæði við heilbrigðisstofnanir.
Í grein sem hún birti í febrúar 2004 stendur meðal annars:

“…appealing, soothing, accessible outdoor spaces in hospitals are essential, not dispensable ‘extras.’ Hospitals are stressful places. Healing from illness or disease is not just about surgery, diagnostic tests and medication. There is now plenty of evidence that even a brief time spent in a natural or garden setting with plenty of greenery can reduce stress levels in patients, enhance the immune system, and hasten healing.”

Þ.e.a.s, umhverfið er mikilvægt fyrir sjúklingana… en annað kemur einnig fram:

“With the problem of staff recruitment and retention, the provision of quiet, restorative outdoor spaces where someone can take a break, eat a picnic lunch, doze or read should take much higher precedence in design and budgeting than is currently the case.”

Ekki svo flókið

#img 1 #Víst er þetta flóknara mál á Íslandi en á suðlægari slóðum, við notum varla útisvæði nema yfir sælustu sumarmánuðina, en væri þá ekki góð hugmynd að hjálpa náttúrunni aðeins? Gera notalegan garð sem nýtist á sumrin, á Íslandi þarf fyrst og fremst að hugsa um að hann snúi vel við sól og bjóði skjól fyrir vindi. Við húsin þyrftu að vera sólskálar sem á sumrin væru opnir og hluti af garðinum en með þaki sem veitti skjól fyrir regni. Á veturna væri svo hægt að loka skálanum og hafa þar hæfilega upphitun og lýsingu. Skrautleg blóm, garðálfar og svaladrykkur á sumrin en harðgerari plöntur, kerti og heitt kaffi á veturna.

Minnkar streitu
#img 2 #

Hljómar þetta ekki eins og drauma-biðstofa á myndgreiningarstað? Svona eins og á Röntgen í Orkuhúsinu, e.t.v. byggja þau einhverntíma sólstofu út í dásamlega garðinn sinn.
Fólk kemur í myndgreiningarrannsóknir vegna þess að eitthvað er að. Vandamálin eru mis alvarleg en flestir hafa áhyggjur af heilsunni, eru e.t.v. að berjast við alvarlega sjúkdóma og kvíða jafnvel niðurstöðu rannsóknarinnar. Það er ekki síður mikilvægt að draga úr streitu fólks á myndgreiningarstöðum en t.d. á legudeildum sjúkrahúsa.

Nýtum það sem til er

#img 3 #Lítum í kringum okkur, hvert á sínum vinnustað, og athugum hvaða möguleika við höfum til að gefa skjólstæðingum okkar frí frá “spítalaumhverfinu”, hvort sem við vinnum á sjúkrahúsi eða ekki. Drauma-garðarnir mínir verða ekki komnir við hverja myndgreiningarstöð á næstunni en við skulum nota það sem til er. Garða, svalir, stéttir og smá pláss sunnan undir vegg. Almenningsgarða í nágrenninu. Já, fólk getur t.d. tekið CT-skuggaefnið með sér og komið svo aftur eftir klukkutíma! Notum hugmyndaflugið og sumarið til að hjálpa okkur að láta fólkinu okkar líða betur.

Ýtum undir úrbætur
Það er ekki nóg að gera það besta úr því sem til er, því á flestum stöðum er ekki úr miklu að moða. Úrbóta er þörf og við getum lagt fram hugmyndir og ýtt á um framkvæmdir. Vel hönnuð útisvæði við heilbrigðisstofnanir fyrirfinnast varla hér á landi en sumsstaðar eru garðar nýttir að einhverju leyti. Nýting náttúrunnar til heilsubótar þarf að verða markvissari því allt snýst þetta um að láta skjólstæðingum okkar líða betur; finna líkamleg mein þeirra, svo hægt sé að bæta úr, og minnka streituna sem fylgir.

01.05.06 Edda Aradóttir edda@raforninn.is   

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *