…úr 1. maí ræðu frá 1973 þar sem hann kallar almannatryggingakerfið annan hornstein velferðar og sigur launamanna.
Hugvekja Birnu Jónsdóttur, röntgenlæknis í Röntgen Domus og formanns Læknafélags Íslands, sem skrifuð var í tilefni baráttudags launafólks á við alla daga:
“STÖNDUM VÖRÐ UM ALMANNATRYGGINGAKERFIД.
Ályktun aðalfundar Læknafélagsins.
Í ályktun frá aðalfundi Læknafélags Íslands, í september 2007, segir meðal annars: “Inntak sjúkratrygginga, sem greiddar eru af almannafé og ætlað að jafna aðgengi þegnanna að heilbrigðisþjónustu er óljóst, breytilegt og háð úthlutunum stjórnmálamanna gegnum fjárlög.”
Þar segir einnig: Heilbrigðisráðherra og sjúkrastofnanir sem að langmestu leyti eru reknar af ríkinu og heyra undir sama ráðherra eru einvöld í framboði á þjónustu og fyrirkomulagi hennar.
Þeir sem skammta verða líka að skaffa.
Birna orðaði þetta á svona í samtali við ritstjóra Arnartíðinda: “Þeir sem hafa tekið að sér að skammta heilbrigðisþjónustu verða líka að axla ábyrgð á að skaffa hana og það er forkastanlegt ef þeir hinir sömu geta ekki samið við fólkið sem vill veita þjónustuna.” Þar vitnar Birna ekki síst til ástandsins sem skapaðist á Landspítala vegna breytinga á vinnu- og vaktafyrirkomulagi geislafræðinga og skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga sem átti að þvinga inn á launþega með valdboði.
Almannatryggingakerfið hefur fjarlægst markmið sín.
Önnur tilvitnun í ályktun aðalfundarins er þessi: „Almannatryggingakerfið var skapað á síðustu öld til að jafna aðgang að heilbrigðisþjónustu og koma í veg fyrir að ákveðnir hópar þjóðfélagsins væru ósjúkratryggðir. Kerfið virðist fjær þessum markmiðum í dag en í lok síðustu aldar og kerfið virðist flókið og ekki hafa fylgt þörfum sem skapast við hraðar þjóðfélagsbreytingar.“
Verið að ganga af kerfinu dauðu.
“Það er stutt í að gengið verði af almannatryggingakerfinu dauðu!” sagði Birna í ofangreindu samtali. “Ef sjúklingar þurfa að bíða í óvissu og þjáningum eða leita annað, jafnvel til annarra landa, með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði þá er almannatryggingakerfið einfaldlega dautt!”
Björgum almannatryggingakerfinu.
Birna hvetur alla til að ýta rösklega við stjórnvöldum og krefjast skýrari skilgreiningar og endurmats á innihaldi almannatrygginga.
Unið þann fyrsta maí 2008, samkvæmt samtali við Birnu Jónsdóttur,
Edda Aradóttir edda@raforninn.is.